„Ég hef verið að fá jafnt og þétt gigg og það helltist ekkert yfir mig allt í einu, sem hefur verið nokkuð þægilegt,“ segir sigurvegarinn sem er aðallega að syngja í brúðkaupum.
Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent
„Mér finnst það æðislegt og mikill heiður að fólk treysti mér fyrir þessu hlutverki. Þetta er rosalega stór dagur fyrir alla,“ segir Alda sem er sjálf með fullt af hugmyndum um það hvað hana langar að gera í framtíðinni.
„Vonandi kemur fljótlega út lag frá mér og síðan er draumurinn að gefa út plötu fyrir jól,“ segir hún en Alda er ekki enn búin að fá peningaverðlaunin fyrir sigurinn í Ísland got Talent. Hún fékk tíu milljónir í verðlaun.

Sjá einnig: Alda Dís: Tilfinning sem ég get ekki lýst
Næstu mánuðir fara því tónlistarferil Öldu.
„Ég verð hér í bænum í júní að semja og syngja. Síðan fer í vestur þar sem ég ólst upp í Snæfellsbæ og ætla að vera með söngnámskeið þar,“ segir Alda sem skellti sér í stúdíó í gær.
„Ég tók upp eitt coverlag, Hold back the river,“ segir Alda að lokum en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan sem og lagið.