Mögnuð frammistaða á HM hjá 43 ára gömlum Tékka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 21:45 Jaromir Jagr fagnar. Vísir/Getty Jaromir Jagr er enn að láta til sín taka á svellinu þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall. Hann var nefnilega maðurinn á bak við þegar tékkneska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í íshokkí í Tékklandi. Jaromir Jagr skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Tékkar unnu 5-3 sigur á Finnum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar og liðið mætir Kanada í undanúrslitunum. Öll mörkin sem Jagr kom að í leiknum komu eftir að liðið lenti 2-1 undir í leiknum. Jaromir Jagr lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1990 eða fyrir 25 árum síðan. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur skorað á HM í íshokkí og þessi sannkallaði járnmaður er nú að keppa á sínu tíunda HM í íshokkí. Árið 1990 keppti hann fyrst og þá fyrir sameiginlegt lið Tékkóslóvakíu. Jaromir Jagr hætti við að hætta með landsliðinu eftir HM í fyrra og ákvað að taka slaginn á HM á heimavelli þegar landsliðsþjálfarinn biðlaði til hans. Tékkar þakka honum heldur betur fyrir þá ákvörðun í dag. Jagr varð heimsmeistari með tékkneska landsliðinu 2005 og 2001 og vann Ólympíugullið árið 1998. Tékkar urðu í fjórða sæti á síðasta HM en unnu bronsið árið 2011. Hann var að leika sinn 150. landsleik í sigrinum á Finnum. Íshokkí er langt frá því að vera auðveld íþrótt og það þykir ótrúlegt að kappinn sé enn að láta til sín taka meðal þeirra bestu. Hann spilar með liði Florida Panthers í NHL-deildinni en lék sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnumannadeildinni með liði Pittsburgh Penguins tímabilið 1990 til 1991. Í undanúrslitunum í ár mætast annarsvegar Tékkland og Kanada og hinsvegar Bandaríkin og Rússland. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun 16. maí en þeir eru spilaðir í O2 höllinni í Prag.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira
Jaromir Jagr er enn að láta til sín taka á svellinu þrátt fyrir að vera orðinn 43 ára gamall. Hann var nefnilega maðurinn á bak við þegar tékkneska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum HM í íshokkí í Tékklandi. Jaromir Jagr skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Tékkar unnu 5-3 sigur á Finnum í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar og liðið mætir Kanada í undanúrslitunum. Öll mörkin sem Jagr kom að í leiknum komu eftir að liðið lenti 2-1 undir í leiknum. Jaromir Jagr lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 1990 eða fyrir 25 árum síðan. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur skorað á HM í íshokkí og þessi sannkallaði járnmaður er nú að keppa á sínu tíunda HM í íshokkí. Árið 1990 keppti hann fyrst og þá fyrir sameiginlegt lið Tékkóslóvakíu. Jaromir Jagr hætti við að hætta með landsliðinu eftir HM í fyrra og ákvað að taka slaginn á HM á heimavelli þegar landsliðsþjálfarinn biðlaði til hans. Tékkar þakka honum heldur betur fyrir þá ákvörðun í dag. Jagr varð heimsmeistari með tékkneska landsliðinu 2005 og 2001 og vann Ólympíugullið árið 1998. Tékkar urðu í fjórða sæti á síðasta HM en unnu bronsið árið 2011. Hann var að leika sinn 150. landsleik í sigrinum á Finnum. Íshokkí er langt frá því að vera auðveld íþrótt og það þykir ótrúlegt að kappinn sé enn að láta til sín taka meðal þeirra bestu. Hann spilar með liði Florida Panthers í NHL-deildinni en lék sinn fyrsta leik í bandarísku atvinnumannadeildinni með liði Pittsburgh Penguins tímabilið 1990 til 1991. Í undanúrslitunum í ár mætast annarsvegar Tékkland og Kanada og hinsvegar Bandaríkin og Rússland. Undanúrslitaleikirnir fara fram á morgun 16. maí en þeir eru spilaðir í O2 höllinni í Prag.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Sjá meira