Barist við hlið Palmyra Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 15:45 Bardagar eru nú sagðir geisa við rústirnar í Palmyra. Vísir/AFP Yfirmaður UNESCO hefur miklar áhyggjur af bardögum sem geysa nú á milli vígamanna Íslamska ríkisins og stjórnarhers Sýrlands nærri rústum borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Irina Bokova, ræddi við blaðamenn í Beirút í gær. Hún sagði að stríðandi fylkingar ættu ekki að nota minjar sem þessar í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að fyrsta byggð hafi fyrst byrjað í Palmyra á milli tvö og þúsund árum fyrir krist. Þar er stór vin og samkvæmt al-Jazeera er talið að um hundrað þúsund manns sem flúið hafa átökin í Sýrlandi haldi til í og við rústirnar.Áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir fjórum árum var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands. Rústirnar eru margar hverjar mjög heillegar, en flestar eru um tvö þúsund ára gamlar. Þær eru frá þeim tíma þegar Rómverjar stjórnuðu svæðinu, en Palmyra var miðstöð verslunar og menningar á svæðinu. Þar má með sanni segja að heimar hafi mæst og eru margar byggingar þar sem eru blanda af grísk-rómverskum byggingarstíl og persneskum.Óbætanlegur fjársjóðurAP fréttaveitan hefur eftir Bokova að hún hafi biðlað til ISIS og hersins að berjast ekki í rústunum. „Rústirnar hafa þegar skemmst í fjögurra ára átökum,“ sagði hún og bætti við að rústirnar væru í raun óbætanlegur fjársjóður sýrlensku þjóðarinnar og heimsins.Á síðustu árum er búið að ræna mörgum minjum úr rústunum og safni sem er þar. Þá hafa miklar skemmdir verið unnar á rústunum sjálfum. Koma íslamska ríkisins boðar ekki gott, þar sem þeir eru þekktir fyrir að eyðileggja fornar styttur sem þeir segja að hylli fölskum guðum. Þá gjöreyðilögðu samtökin tvær þúsunda ára gamlar rústir í Írak fyrr á árinu. Bokova sagði að aðgerðir sem þessar ætti að fordæma sem stríðsglæpi. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa beðið alþjóðasamfélagið um að koma rústunum til bjargar. Al-Jazeera segir að samkvæmt gervihnattamyndum hafi fornar minjar verið skemmdar á 290 minjasvæðum í Sýrlandi. ISIS eru nú sagðir flytja liðsauka frá nærliggjandi héruðum, en herinn mun vera að gera það einnig. Þar að auki segist herinn gera loftárásir gegn ISIS á svæðinu.Fyrir stríð var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands.Vísir/AFPHér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15 „Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00 Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44 Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06 ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Yfirmaður UNESCO hefur miklar áhyggjur af bardögum sem geysa nú á milli vígamanna Íslamska ríkisins og stjórnarhers Sýrlands nærri rústum borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Irina Bokova, ræddi við blaðamenn í Beirút í gær. Hún sagði að stríðandi fylkingar ættu ekki að nota minjar sem þessar í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að fyrsta byggð hafi fyrst byrjað í Palmyra á milli tvö og þúsund árum fyrir krist. Þar er stór vin og samkvæmt al-Jazeera er talið að um hundrað þúsund manns sem flúið hafa átökin í Sýrlandi haldi til í og við rústirnar.Áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir fjórum árum var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands. Rústirnar eru margar hverjar mjög heillegar, en flestar eru um tvö þúsund ára gamlar. Þær eru frá þeim tíma þegar Rómverjar stjórnuðu svæðinu, en Palmyra var miðstöð verslunar og menningar á svæðinu. Þar má með sanni segja að heimar hafi mæst og eru margar byggingar þar sem eru blanda af grísk-rómverskum byggingarstíl og persneskum.Óbætanlegur fjársjóðurAP fréttaveitan hefur eftir Bokova að hún hafi biðlað til ISIS og hersins að berjast ekki í rústunum. „Rústirnar hafa þegar skemmst í fjögurra ára átökum,“ sagði hún og bætti við að rústirnar væru í raun óbætanlegur fjársjóður sýrlensku þjóðarinnar og heimsins.Á síðustu árum er búið að ræna mörgum minjum úr rústunum og safni sem er þar. Þá hafa miklar skemmdir verið unnar á rústunum sjálfum. Koma íslamska ríkisins boðar ekki gott, þar sem þeir eru þekktir fyrir að eyðileggja fornar styttur sem þeir segja að hylli fölskum guðum. Þá gjöreyðilögðu samtökin tvær þúsunda ára gamlar rústir í Írak fyrr á árinu. Bokova sagði að aðgerðir sem þessar ætti að fordæma sem stríðsglæpi. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa beðið alþjóðasamfélagið um að koma rústunum til bjargar. Al-Jazeera segir að samkvæmt gervihnattamyndum hafi fornar minjar verið skemmdar á 290 minjasvæðum í Sýrlandi. ISIS eru nú sagðir flytja liðsauka frá nærliggjandi héruðum, en herinn mun vera að gera það einnig. Þar að auki segist herinn gera loftárásir gegn ISIS á svæðinu.Fyrir stríð var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands.Vísir/AFPHér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15 „Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00 Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44 Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06 ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15
„Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00
Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44
Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06
ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01
ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27
ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18