Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið æfingahóp sinn fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram á Íslandi 1. til 6. júní næstkomandi.
Ívar valdi 23 leikmenn en Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Snæfells, besti leikmaður tímabilsins og leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ekki valin í liðið en hún hefur lagt skóna á hilluna.
Ívar valdi sjö nýliða í æfingahópinn en það eru þær Auður Íris Ólafsdóttir, Bergþóra Tómasdóttir, Björg Einarsdóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir, Lovísa Björt Henningsdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir.
Helga Hjördís Björgvinsdóttir gat þó ekki gefið kost á sér ekki frekar en María Ben Erlingsdóttir en þær eru báðar barnshafandi.
Helena Sverrisdóttir er með en hún er nýtekin við sem spilandi þjálfari Hauka í Dominos-deildinni eftir að hafa spilað í Póllandi í vetur.
Æfingahópur A-landsliðs kvenna fyrir Smáþjóðaleikana 1.-6. júní.
Auður Íris Ólafsdóttir – Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 sm
Bryndís Guðmundsdóttir – Keflavík · Framherji · f. 1988 · 178 sm
Bergþóra Tómasdóttir – KR · Bakvörður · f. 1994 · 180 sm
Björg Einarsdóttir – KR · Bakvörður · f. 1992 · 165 sm
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 sm
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 sm
Helena Sverrisdóttir – CCP Polkwise · Bakvörður · f. 1988 · 184 sm
Helga Hjördís Björgvinsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1991 · 179 sm
Hildur Björg Kjartansdóttir – UTPA · Framherji · f. 1994 · 184 sm
Ingibjörg Jakobsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1990 · 178 sm
Ingunn Embla Kristínardóttir – Keflavík · Bakvörður · f. 1995 · 169 sm
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Breiðablik · Framherji · f. 1989 · 178 sm
Lovísa Björt Henningsdóttir – Haukar · Miðherji · f. 1995 · 189 sm
Margrét Rósa Hálfdanardóttir – Canisius Collage · Bakvörður · f. 1994 · 177 sm
María Ben Erlingsdóttir – Grindavík · Miðherji · f. 1988 · 184 sm
Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 sm
Pálína Gunnlaugsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1987 · 167 sm
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Valur · Miðherji · f. 1990 · 186 sm
Petrúnella Skúladóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1985 · 177 sm
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir – Hamar · Miðherji · f. 1991 · 188 sm
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 sm
Sara Rún Hinriksdóttir –Keflavík · Framherji · f. 1996 · 182 sm
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Norrköping Dolphins · Framherji f. 1988 · 181 sm
Þjálfari liðsins er Ívar Ásgrímsson. Aðstoðarþjálfarar eru Margrét Sturlaugsdóttir og Bjarni Magnússon.

