Sigurður Ingi ekki hissa á óánægju útgerðarmanna Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 4. maí 2015 21:47 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að það komi sér ekki á óvart að útgerðin sé ekki ánægð með makrílfrumvarpið. Ráðherrann sagði algengt að ef ekki sé farið 100 prósent eftir því sem sagt sé á samráðsfundum þá tali fólk um að ekkert samráð hafi farið fram. Sigurður Ingi var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld. Hann lýsti vonbrigðum með að fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem hann hugðist leggja fram á þessu þingi náði ekki fram að ganga því. Frumvarpið strandaði á ágreiningi ríkisstjórnarflokkana um hver hefði forræði yfir kvótanum. „Er það ríkið, sem er mín skoðun og var í því frumvarpi sem ekki komst fram, eða er það útgerðin.” Sigurður Ingi sagði að farin hefði verið sú leið að útdeila kvóta á makríl með þessum hætti eftir að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra væri ekki lengur stætt á því að útdeila veiðileyfum til skipa með þeim hætti sem gert hafði verið frá 2010. Hann telur þessa leið farsælli á meðan enn er óútkljáð hver hefur forræði yfir kvótanum, því með þessari aðferð er kvótinn enn á forræði ríkisins. „Hefðum við farið þá leið að reglugerðasetja makríl inn í gamla kerfið þá hefði ég haft skilning á þeirri andmælabylgju sem er í gangi í samfélaginu í dag,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði stuðning fyrir málinu í sínum flokki og í samstarfsflokknum sagði hann: „Já, ég reikna með því. Frumvarpið fór í gegnum ríkisstjórn og báða þingflokka og nú er þetta til meðferðar í þinginu.” Ráðherra telur frumvarpið vandað og vel úthugsað miðað við að stórum spurningum er enn ósvarað. „Ég gerði mér það mjög vel ljóst að við værum ekki að fara hlutdeildarsetja þetta inn í gamla kerfið með reglugerð. Það er einfaldlega leið sem er ekki fær meðan við erum ekki búin að svara hinum spurningunum um hver fer með forræði eignarréttarins og nýtingarréttarins. Við þurfum þar af leiðandi að hafa þetta takmarkað í tíma og hafa viðbótargjald. Svo er auðvitað umdeilanlegt hvort gjaldið sé rétt, sé of lágt eða hátt. Það er auðvitað það sem þingið þarf að klást við í augnablikinu.” Alþingi Umræðan Tengdar fréttir Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að það komi sér ekki á óvart að útgerðin sé ekki ánægð með makrílfrumvarpið. Ráðherrann sagði algengt að ef ekki sé farið 100 prósent eftir því sem sagt sé á samráðsfundum þá tali fólk um að ekkert samráð hafi farið fram. Sigurður Ingi var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld. Hann lýsti vonbrigðum með að fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem hann hugðist leggja fram á þessu þingi náði ekki fram að ganga því. Frumvarpið strandaði á ágreiningi ríkisstjórnarflokkana um hver hefði forræði yfir kvótanum. „Er það ríkið, sem er mín skoðun og var í því frumvarpi sem ekki komst fram, eða er það útgerðin.” Sigurður Ingi sagði að farin hefði verið sú leið að útdeila kvóta á makríl með þessum hætti eftir að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra væri ekki lengur stætt á því að útdeila veiðileyfum til skipa með þeim hætti sem gert hafði verið frá 2010. Hann telur þessa leið farsælli á meðan enn er óútkljáð hver hefur forræði yfir kvótanum, því með þessari aðferð er kvótinn enn á forræði ríkisins. „Hefðum við farið þá leið að reglugerðasetja makríl inn í gamla kerfið þá hefði ég haft skilning á þeirri andmælabylgju sem er í gangi í samfélaginu í dag,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði stuðning fyrir málinu í sínum flokki og í samstarfsflokknum sagði hann: „Já, ég reikna með því. Frumvarpið fór í gegnum ríkisstjórn og báða þingflokka og nú er þetta til meðferðar í þinginu.” Ráðherra telur frumvarpið vandað og vel úthugsað miðað við að stórum spurningum er enn ósvarað. „Ég gerði mér það mjög vel ljóst að við værum ekki að fara hlutdeildarsetja þetta inn í gamla kerfið með reglugerð. Það er einfaldlega leið sem er ekki fær meðan við erum ekki búin að svara hinum spurningunum um hver fer með forræði eignarréttarins og nýtingarréttarins. Við þurfum þar af leiðandi að hafa þetta takmarkað í tíma og hafa viðbótargjald. Svo er auðvitað umdeilanlegt hvort gjaldið sé rétt, sé of lágt eða hátt. Það er auðvitað það sem þingið þarf að klást við í augnablikinu.”
Alþingi Umræðan Tengdar fréttir Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00