Jöfnuð, frelsi og réttlæti til frambúðar! Sema Erla Serdar skrifar 5. maí 2015 14:54 Þann 5. maí árið 2000 sameinuðust jafnaðarmenn á Íslandi undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika. Þegar leiðir mínar og Samfylkingarinnar – eða réttara sagt ungliðahreyfingar hennar – lágu saman, var Samfylkingin enn á barnsaldri, nýkomin á skólaaldurinn. Þegar ég er spurð að því hvað það var sem dró mig að Samfylkingunni er svarið einfalt og að finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins: „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“Mig langaði í samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti. Nú er Samfylkingin hins vegar komin á unglingsaldurinn og ég bíð enn eftir slíku samfélagi. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er að sjá til þess að grundvallar lífsgæði almennings séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er forsenda þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Ísland en núna. Það er eðlileg krafa að á Íslandi geti allir lifað mannsæmandi lífi en til þess að það sé hægt verður að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna. Það er eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun en þó eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu. „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ - því sá er ekki sterkastur sem einn stendur heldur sá sem viðurkennir að framfarir og jöfnuður nást fyrst þegar menn vinna saman. Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að hún tryggi komandi kynslóðum samfélag réttlætis og jöfnuðar, helst áður en við fullorðnumst bæði of mikið. Samfylkingin hefur burði til þess að takast á við það krefjandi verkefni sem fyrir höndum er, í samstarfi við fólkið í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þann 5. maí árið 2000 sameinuðust jafnaðarmenn á Íslandi undir formerkjum Samfylkingarinnar. Nú, 15 árum síðar, horfa eflaust margir stoltir um öxl enda hafa margir af draumum þeirra sem komu að stofnun flokksins orðið að veruleika. Þegar leiðir mínar og Samfylkingarinnar – eða réttara sagt ungliðahreyfingar hennar – lágu saman, var Samfylkingin enn á barnsaldri, nýkomin á skólaaldurinn. Þegar ég er spurð að því hvað það var sem dró mig að Samfylkingunni er svarið einfalt og að finna í stefnulýsingu sem samþykkt var á stofnfundi flokksins: „Allir menn eru fæddir jafnir og eiga jafnan rétt til þess að öðlast þroska, hagsæld og lífshamingju. Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.Við viljum frelsi einstaklingsins sem frelsi allra einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, trúar- og stjórnmálaskoðunum, félagslegum uppruna eða öðrum mun manna.“Mig langaði í samfélag sem byggir á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og réttlæti. Nú er Samfylkingin hins vegar komin á unglingsaldurinn og ég bíð enn eftir slíku samfélagi. Mikilvægasta hlutverk þeirra sem fara með völd hverju sinni er að sjá til þess að grundvallar lífsgæði almennings séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Slíkt er forsenda þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi. Í dag einkennist íslenskt samfélag hins vegar af stefnuleysi, óstöðugleika og átökum. Síðustu ár hafa einkennst af mikilli ólgu og krafan um aukinn jöfnuð, réttlæti og samkennd verður háværari með hverjum deginum sem líður. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir sterkan jafnaðarmannaflokk á Íslandi og nú. Gildi jafnaðarstefnunnar hafa sjaldan átt meira erindi við Ísland en núna. Það er eðlileg krafa að á Íslandi geti allir lifað mannsæmandi lífi en til þess að það sé hægt verður að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna. Það er eðli jafnaðarstefnunnar að vera í stöðugri þróun en þó eru grunngildi jafnaðarmanna um baráttuna fyrir frelsi, jafnrétti og samstöðu, ávallt þau sömu. „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér; sérhver maður er brot meginlandsins, hluti veraldar“ - því sá er ekki sterkastur sem einn stendur heldur sá sem viðurkennir að framfarir og jöfnuður nást fyrst þegar menn vinna saman. Samfylkingin var stofnuð sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag. Það er mikilvægt að hún tryggi komandi kynslóðum samfélag réttlætis og jöfnuðar, helst áður en við fullorðnumst bæði of mikið. Samfylkingin hefur burði til þess að takast á við það krefjandi verkefni sem fyrir höndum er, í samstarfi við fólkið í landinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun