„Ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna“ Heimir Már Pétursson og Stefán Árni Pálsson skrifa 9. maí 2015 13:39 Guðlaugur Þór Þórðarson. Fréttablaðið/Vilhelm Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ekki liggja fyrir að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins eins og stjórn félagsins leggur til að verði gert. Það væri ansi groddaleg eingreiðsla frá skattgreiðendum upp á fjóra milljarða ef þær hugmyndir gengju eftir. Stjórn Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis hinn 28. apríl til að fara yfir tillögur til lausnar erfiðri fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Nefnd forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fer með málefni Ríkisútvarpsins ohf. og aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda þess. Nefndin hefur þegar samþykkt að ekki verði að lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári eins og til stóð og mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust.Öllu stærri biti er hins vegar hvernig skuli farið með lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja til að ríkið létti þeim af stofnuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis segir enga samþykkt liggja fyrir um yfirtöku ríkisins á þeim. „Það kom okkur á óvart hvað mikið var lagt upp úr því í þeirra hugmyndum að auka framlög skattgreiðenda til stofnunarinnar. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að hækka á þessum kjörtímabili framlögin um fimm hundrið milljónir á hverju ári. Ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir þá væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldi og ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ segir Guðlaugur. Frá árinu 2006 til 2015 hefur ríkissjóður tekið á sig afskriftir á skuldum Ríkisútvarpsins upp á tvo milljarða króna á verðlagi ársins í ár. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir um 180 milljóna aukafjárveitingu til Ríkisútvarpsins og á móti gerðar kröfur um að Ríkisútvarpið leggi fram áætlanir um tiltekt í rekstrinum fyrir lok marsmánaðar á þessu ári. Stofnunin hefur þegar ákveðið að selja stóra lóð við útvarpshúsið sem áætlað er að skili 1,4 milljarði króna. Guðlaugur Þór segir fjárlaganefnd enn bíða upplýsinga frá Ríkisútvarpinu ohf. Honum finnist ekki koma til greina að létta lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. „Ég get ekki séð nein málefnaleg rök fyrir því og ég held að það verði mjög erfitt að horfa framan í aðrar stofnanir ríkisins sem veita grunnþjónustu ef við myndum forgangsraða í þá veru.“ Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem ákveðið hafi að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og velferðamála. „Ef við gengum þessa leið þá myndi þessi ríkisstjórn fyrst og fremst forgangsráða í þágu ríkisfjölmiðla. Ég sé enginn málefnaleg rök fyrir því. Þessi ríkisstjórn hefur og mun áfram forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar.“ Alþingi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ekki liggja fyrir að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins eins og stjórn félagsins leggur til að verði gert. Það væri ansi groddaleg eingreiðsla frá skattgreiðendum upp á fjóra milljarða ef þær hugmyndir gengju eftir. Stjórn Ríkisútvarpsins og útvarpsstjóri komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis hinn 28. apríl til að fara yfir tillögur til lausnar erfiðri fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Nefnd forsætisráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra fer með málefni Ríkisútvarpsins ohf. og aðgerðir til lausnar fjárhagsvanda þess. Nefndin hefur þegar samþykkt að ekki verði að lækkun útvarpsgjaldsins á næsta ári eins og til stóð og mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra væntanlega leggja fram frumvarp þar að lútandi í haust.Öllu stærri biti er hins vegar hvernig skuli farið með lífeyrisskuldbindingar Ríkisútvarpsins ohf. Stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja til að ríkið létti þeim af stofnuninni. Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis segir enga samþykkt liggja fyrir um yfirtöku ríkisins á þeim. „Það kom okkur á óvart hvað mikið var lagt upp úr því í þeirra hugmyndum að auka framlög skattgreiðenda til stofnunarinnar. Við skulum ekki gleyma því að það er búið að hækka á þessum kjörtímabili framlögin um fimm hundrið milljónir á hverju ári. Ef þessar hugmyndir myndu ganga eftir þá væri þetta bæði hækkun á útvarpsgjaldi og ansi groddaleg eingreiðsla upp á fjögur þúsund milljónir króna,“ segir Guðlaugur. Frá árinu 2006 til 2015 hefur ríkissjóður tekið á sig afskriftir á skuldum Ríkisútvarpsins upp á tvo milljarða króna á verðlagi ársins í ár. Í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir um 180 milljóna aukafjárveitingu til Ríkisútvarpsins og á móti gerðar kröfur um að Ríkisútvarpið leggi fram áætlanir um tiltekt í rekstrinum fyrir lok marsmánaðar á þessu ári. Stofnunin hefur þegar ákveðið að selja stóra lóð við útvarpshúsið sem áætlað er að skili 1,4 milljarði króna. Guðlaugur Þór segir fjárlaganefnd enn bíða upplýsinga frá Ríkisútvarpinu ohf. Honum finnist ekki koma til greina að létta lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. „Ég get ekki séð nein málefnaleg rök fyrir því og ég held að það verði mjög erfitt að horfa framan í aðrar stofnanir ríkisins sem veita grunnþjónustu ef við myndum forgangsraða í þá veru.“ Það væri í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar sem ákveðið hafi að forgangsraða í þágu heilbrigðis- og velferðamála. „Ef við gengum þessa leið þá myndi þessi ríkisstjórn fyrst og fremst forgangsráða í þágu ríkisfjölmiðla. Ég sé enginn málefnaleg rök fyrir því. Þessi ríkisstjórn hefur og mun áfram forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar.“
Alþingi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira