Unglingsmæður á Íslandi: „Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. apríl 2015 22:00 Fjallað var um ungar mæður á Íslandi í Brestum í kvöld. „Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til þegar um unglingaþungun er að ræða,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem rannsakað hefur unglingaþungun undanfarin ár. Ólafur var meðal gesta í Brestaþætti kvöldsins á Stöð 2, þar sem fjallað var um ungar mæður á Íslandi. „Það væri mjög viðeigandi, nú þegar við erum að reyna að fara vel með þessar fáu krónur sem við eigum að ráðamenn kynntu sér þá möguleika sem eru í boði. Að gera ekkert, það er bara ávísun á erfiðleika, þjáningu, vandræði og kostar tugi milljarða.“ Í þætti kvöldsins kom fram að engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Um 150 unglingsstúlkur eignast börn á Íslandi á hverju ári.Í þætti kvöldsins var meðal annars rætt við þær Jennýju Björk, fimmtán ára verðandi móður, og Berglindi Erlendsdóttur, móður hennar. Berglind er 35 ára en hún varð móðir nítján ára. Jenný er búin að vera með Jósef, sem er fjórum árum eldri, síðan í sumar. Þau höfðu þó verið vinir einhvern tíma á undan. Hún á nú von á barni þeirra. „Ég var alltaf síælandi, bara á morgnana,“ segir Jenný. „Sem kom í veg fyrir að ég gæti mætt í skólann. Mér fannst þetta rosalega skrýtið og ég spurði marga hvað þetta gæti verið og svarið var að ég væri bara pottþétt ólétt.“ Jenný sagði móður sinni frá þunguninni við eldhúsborðið og Berglind segir sér hafa brugðið rosalega við fréttirnar. „Ég fór bara í eitthvað rugl,“ segir hún. „Ég sagði bara: Eruð þið búin að hugsa þetta og þetta og ég er bara 35, ég get ekkert orðið amma núna. Eitthvað svona. Síðan bara róar maður sig niður og tók nokkra daga í þetta. Svo fór maður bara með hana í allt sem var í boði, félagsráðgjafa og lækna og allt þetta. Það var ósköp lítið sem ég get gert, nema bara segja: Ókei, svona er þetta.“ „Við gleymdum alltaf pillunni og pældum ekkert í sprautunni,“ segir Jenný. „Síðan kosta smokkar bara alveg svakalega mikið, þannig að við vorum ekkert mikið að sækjast eftir því.“ Berglind segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, af því að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu af því að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind. Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
„Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til þegar um unglingaþungun er að ræða,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem rannsakað hefur unglingaþungun undanfarin ár. Ólafur var meðal gesta í Brestaþætti kvöldsins á Stöð 2, þar sem fjallað var um ungar mæður á Íslandi. „Það væri mjög viðeigandi, nú þegar við erum að reyna að fara vel með þessar fáu krónur sem við eigum að ráðamenn kynntu sér þá möguleika sem eru í boði. Að gera ekkert, það er bara ávísun á erfiðleika, þjáningu, vandræði og kostar tugi milljarða.“ Í þætti kvöldsins kom fram að engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Um 150 unglingsstúlkur eignast börn á Íslandi á hverju ári.Í þætti kvöldsins var meðal annars rætt við þær Jennýju Björk, fimmtán ára verðandi móður, og Berglindi Erlendsdóttur, móður hennar. Berglind er 35 ára en hún varð móðir nítján ára. Jenný er búin að vera með Jósef, sem er fjórum árum eldri, síðan í sumar. Þau höfðu þó verið vinir einhvern tíma á undan. Hún á nú von á barni þeirra. „Ég var alltaf síælandi, bara á morgnana,“ segir Jenný. „Sem kom í veg fyrir að ég gæti mætt í skólann. Mér fannst þetta rosalega skrýtið og ég spurði marga hvað þetta gæti verið og svarið var að ég væri bara pottþétt ólétt.“ Jenný sagði móður sinni frá þunguninni við eldhúsborðið og Berglind segir sér hafa brugðið rosalega við fréttirnar. „Ég fór bara í eitthvað rugl,“ segir hún. „Ég sagði bara: Eruð þið búin að hugsa þetta og þetta og ég er bara 35, ég get ekkert orðið amma núna. Eitthvað svona. Síðan bara róar maður sig niður og tók nokkra daga í þetta. Svo fór maður bara með hana í allt sem var í boði, félagsráðgjafa og lækna og allt þetta. Það var ósköp lítið sem ég get gert, nema bara segja: Ókei, svona er þetta.“ „Við gleymdum alltaf pillunni og pældum ekkert í sprautunni,“ segir Jenný. „Síðan kosta smokkar bara alveg svakalega mikið, þannig að við vorum ekkert mikið að sækjast eftir því.“ Berglind segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, af því að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu af því að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind.
Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45
Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30