Á Vestfjörðum er nú vetrarfærð og víða nokkur hálka, krapi eða snjóþekja og þá einkum á fjallvegum. Steingrímsfjarðarheiði er ófær og þæfingsfærð er á Klettshálsi. Á Norðurlandi er þæfingsfærð og skafrenningur á Öxnadalsheiði, en hálka er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.
Á vef Vegagerðarinnar segir að á Austurlandi séu komnir hálkublettir á Möðrudalsöræfi og Biskupsháls. Á Vesturlandi er greiðfært á láglendi og hálka á Holtavörðuheiði. Vegir eru nú auðir á Suðurlandi.
Næstu nótt tekur að frysta um landið og samkvæmt spám Veðurstofunnar verður frost og él norðan til fram yfir helgi. Sumardagurinn fyrsta verður norðlæg átt 5-10 m/s, en víða 10-15 síðdegis. Víða él og vægt frost, en þurrt og bjart að mestu sunnan til á landinu og frostlaust þar að deginum.
Vetrarfærð á Vestfjörðum
Samúel Karl Ólason skrifar
