Sýslumaður á Norðurlandi eystra skorar á meðlimi trúfélagsins Zuism að gefa sig fram Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2015 13:54 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra er með aðsetur á Húsavík. Vísir/GVA „Það hefur enginn gefið sig fram,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur skorað á þá sem telja sig veita trúfélaginu Zuism forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir sléttri viku og var meðlimum trúfélagsins gefinn tveggja vikna frestur til að verða við þessari áskorun. Um síðustu áramót voru þrír skráðir í félagið en nú stendur til að taka félagið af skrá og þarf að tilkynna afskráninguna til forstöðumannsins. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins sem tók gildi í fyrra þarf að lágmarki 25 meðlimi svo heimilt sé að skrá trúfélag eða lífskoðunarfélag. „Þetta er almenn aðferð sem er farin ef þarf að birta einhverjum eitthvað. Í þessu tilviki höfðum við tilkynningu um hver var forstöðumaður en hann telur sig ekki vera það lengur og ekki svara fyrir félagið. Þá verðum við að óska eftir því að forstöðumaðurinn gefi sig fram,“ segir Halldór Þormar í samtali við Vísi um málið. Hann á ekki mikla von á því að einhver gefi sig fram úr þessu. „Án þess að ég geti sagt eitthvað til um það fyrir fram.“Stundinfjallaði um trúfélagið fyrr í mánuðinum en þar kom fram að Ólafur Helgi Þorgrímsson hefði verið forstöðumaður Zuism. Hann sagði við Stundina að hann hefði einungis verið nokkra mánuði í félaginu og viti lítið um starfsemi þess í dag. Zuismi voru trúarbrögð þeirra sem byggðu Súmer, landsvæði í Efratdalnum í Mesópótamíu en þar þróaðist blómleg menning um 3.500 árum fyrir Krist. Þar var því trúað að heiminum væri stjórnað af ódauðlegum verum sem höfðu mennska ásýnd en bjuggu yfir ofurmannlegum kröftum. Trúmál Zuism Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
„Það hefur enginn gefið sig fram,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur skorað á þá sem telja sig veita trúfélaginu Zuism forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir sléttri viku og var meðlimum trúfélagsins gefinn tveggja vikna frestur til að verða við þessari áskorun. Um síðustu áramót voru þrír skráðir í félagið en nú stendur til að taka félagið af skrá og þarf að tilkynna afskráninguna til forstöðumannsins. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins sem tók gildi í fyrra þarf að lágmarki 25 meðlimi svo heimilt sé að skrá trúfélag eða lífskoðunarfélag. „Þetta er almenn aðferð sem er farin ef þarf að birta einhverjum eitthvað. Í þessu tilviki höfðum við tilkynningu um hver var forstöðumaður en hann telur sig ekki vera það lengur og ekki svara fyrir félagið. Þá verðum við að óska eftir því að forstöðumaðurinn gefi sig fram,“ segir Halldór Þormar í samtali við Vísi um málið. Hann á ekki mikla von á því að einhver gefi sig fram úr þessu. „Án þess að ég geti sagt eitthvað til um það fyrir fram.“Stundinfjallaði um trúfélagið fyrr í mánuðinum en þar kom fram að Ólafur Helgi Þorgrímsson hefði verið forstöðumaður Zuism. Hann sagði við Stundina að hann hefði einungis verið nokkra mánuði í félaginu og viti lítið um starfsemi þess í dag. Zuismi voru trúarbrögð þeirra sem byggðu Súmer, landsvæði í Efratdalnum í Mesópótamíu en þar þróaðist blómleg menning um 3.500 árum fyrir Krist. Þar var því trúað að heiminum væri stjórnað af ódauðlegum verum sem höfðu mennska ásýnd en bjuggu yfir ofurmannlegum kröftum.
Trúmál Zuism Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira