„Þetta var ótrúlega góð æfing fyrir stóru keppnina, það var líka stór blaðamannafundur sem var mjög góður undirbúningur og gaf mér smá innsýn inn í það hvernig þetta verður úti,“ segir María í samtali við Vísi. Eins og sést á myndbandinu var mikið klappað fyrir flutningi Maríu og hún segir að vel hafi verið tekið á móti laginu. Tónleikarnir og förin í heild sinni heppnaðist ótrúlega vel að sögn Maríu. Fjölmiðlar og aðdáaendur virðast áhugasamir um lagið og Maríu sjálfa.
Sjá einnig: María verður berfætt í bleikum kjól
Í myndbandinu má sjá Maríu berfætta og í bleikum kjól. Líkt og Vísir hefur greint frá verður María einmitt berfætt og í bleikum kjól á stóra kvöldinu. Þetta er þó ekki hinn eini sanni bleiki kjóll en hann verður frumsýndur í Kringlunni þann 9. maí.