María verður berfætt í bleikum kjól Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. apríl 2015 09:00 María segist ekki vera farin að finna fyrir stressi, enda sé hún með gott fólk í kringum sig. „Kjóllinn minn verður verður gylltur og antíkbleikur með pallíettum og tjulli,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision 2015. Það er Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs sem samdi lagið, sem hannar og saumar kjólinn. „Hún gerði líka kjólinn fyrir undankeppnina. Hún er að gera fleiri kjóla á mig sem ég tek með mér, en ég þarf að hafa tvö dress á dag,“ segir hún og hlær. María ætlar að vera berfætt á sviðinu, líkt og í undankeppninni. „Það er svo þægilegt og ég er miklu stöðugri á sviðinu. Ég mun hreyfa mig mun meira núna, þannig að það er enn þá þægilegra að ég sé á tánum.“ Þessa dagana er María á fullu að undirbúa atriðið. Henni til halds og trausts eru Eurovision-reynsluboltarnir Selma Björnsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. „Hera er með mig á söngæfingum, en þar sem hún er úti í Síle þá æfum við í gegnum Skype.“ Selma aðstoðar Maríu við sviðsframkomuna, en hún lítur mikið upp til Selmu. „Hún var idolið mitt þegar hún var að keppa. Það er rosalega gott að hafa þær, en þær munu báðar koma með mér út. Ætli Eurovision-liðið úti tryllist ekki þegar þær mæta báðar?“ segir María og hlær. Á næstu vikum kemur armband frá Jóni & Óskari í verslanir, sem Sunna Dögg hannaði einnig, og er sams konar og armbandið sem María mun bera í keppninni. Hún segist ekki finna fyrir stressi, en hún mun keppa á seinna kvöldinu. „Ég var smá skeptísk fyrst, þar sem við höfum alltaf verið á fyrra kvöldinu, en það er víst bara betra að þurfa þá ekki að bíða nema í tvo daga fram að stóru keppninni.“ Eurovision Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Kjóllinn minn verður verður gylltur og antíkbleikur með pallíettum og tjulli,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision 2015. Það er Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs sem samdi lagið, sem hannar og saumar kjólinn. „Hún gerði líka kjólinn fyrir undankeppnina. Hún er að gera fleiri kjóla á mig sem ég tek með mér, en ég þarf að hafa tvö dress á dag,“ segir hún og hlær. María ætlar að vera berfætt á sviðinu, líkt og í undankeppninni. „Það er svo þægilegt og ég er miklu stöðugri á sviðinu. Ég mun hreyfa mig mun meira núna, þannig að það er enn þá þægilegra að ég sé á tánum.“ Þessa dagana er María á fullu að undirbúa atriðið. Henni til halds og trausts eru Eurovision-reynsluboltarnir Selma Björnsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. „Hera er með mig á söngæfingum, en þar sem hún er úti í Síle þá æfum við í gegnum Skype.“ Selma aðstoðar Maríu við sviðsframkomuna, en hún lítur mikið upp til Selmu. „Hún var idolið mitt þegar hún var að keppa. Það er rosalega gott að hafa þær, en þær munu báðar koma með mér út. Ætli Eurovision-liðið úti tryllist ekki þegar þær mæta báðar?“ segir María og hlær. Á næstu vikum kemur armband frá Jóni & Óskari í verslanir, sem Sunna Dögg hannaði einnig, og er sams konar og armbandið sem María mun bera í keppninni. Hún segist ekki finna fyrir stressi, en hún mun keppa á seinna kvöldinu. „Ég var smá skeptísk fyrst, þar sem við höfum alltaf verið á fyrra kvöldinu, en það er víst bara betra að þurfa þá ekki að bíða nema í tvo daga fram að stóru keppninni.“
Eurovision Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning