Þarf að loka hótelum ef til verkfalls kemur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. apríl 2015 19:00 Um sjötíu prósent starfsmanna Keahótela eru í Starfsgreinasambandinu. Vísir Framkvæmdastjóri Keahótela sér fram á að þurfa að loka hótelum sínum ef til allsherjarverkfalls Starfsgreinasambandsins kemur. Um sjötíu prósent starfsmanna þeirra eru í sambandinu. Verkfallsaðgerðir tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins hefjast á fimmtudaginn með tólf tíma allsherjarvinnustöðvun, ef ekki næst samkomulag í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins fyrir þann tíma. Í næstu viku leggja starfsmennirnir svo niður störf í tvo sólarhringa og svo aftur í vikunni þar á eftir en 26. maí hefst svo ótímabundið verkfall. Verkfallsaðgerðirnar taka til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á starfsemi margra fyrirtækja. „Komi til allsherjarverkfalls hérna á þessu svæði, þá er það mjög einfalt hvað gerist hjá okkur. Við siglum í strand bara á fyrstu dögunum,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela. Félagsmenn Starfsgreinasambandsins sjá um þrif á hótelum, aðstoða í eldhúsi og á bar, svo eitthvað sé nefnt. Páll segist ekki getað hugsað það til enda hvernig fari fyrir öllum þeim fjölda ferðamanna sem eiga bókaða gistingu ef loka þarf hótelinu. „Það er bara ómögulegt að segja hvað gerist. Þetta er það stórt mál að ég bara vil ekki trúa því að það komi til þess.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS Launakröfur SGS eru um hækkanir á bilinu 98-127 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin. Jafngildir um 50% hækkun. Formaður SGS segir háar hækkanir til kennara og lækna ekki hafa ruggað bátnum. Framkvæmdastjóri SA segir að 50% hækkun yrði fordæmisgefandi. 28. apríl 2015 07:00 95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall Verkföll 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins skella á í næstu viku. 21. apríl 2015 11:14 Útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. 22. apríl 2015 19:22 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Keahótela sér fram á að þurfa að loka hótelum sínum ef til allsherjarverkfalls Starfsgreinasambandsins kemur. Um sjötíu prósent starfsmanna þeirra eru í sambandinu. Verkfallsaðgerðir tíu þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins hefjast á fimmtudaginn með tólf tíma allsherjarvinnustöðvun, ef ekki næst samkomulag í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins fyrir þann tíma. Í næstu viku leggja starfsmennirnir svo niður störf í tvo sólarhringa og svo aftur í vikunni þar á eftir en 26. maí hefst svo ótímabundið verkfall. Verkfallsaðgerðirnar taka til launafólks á almennum vinnumarkaði utan höfuðborgarsvæðisins. Verkfallið kemur til með að hafa mikil áhrif á starfsemi margra fyrirtækja. „Komi til allsherjarverkfalls hérna á þessu svæði, þá er það mjög einfalt hvað gerist hjá okkur. Við siglum í strand bara á fyrstu dögunum,“ segir Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela. Félagsmenn Starfsgreinasambandsins sjá um þrif á hótelum, aðstoða í eldhúsi og á bar, svo eitthvað sé nefnt. Páll segist ekki getað hugsað það til enda hvernig fari fyrir öllum þeim fjölda ferðamanna sem eiga bókaða gistingu ef loka þarf hótelinu. „Það er bara ómögulegt að segja hvað gerist. Þetta er það stórt mál að ég bara vil ekki trúa því að það komi til þess.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48 Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS Launakröfur SGS eru um hækkanir á bilinu 98-127 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin. Jafngildir um 50% hækkun. Formaður SGS segir háar hækkanir til kennara og lækna ekki hafa ruggað bátnum. Framkvæmdastjóri SA segir að 50% hækkun yrði fordæmisgefandi. 28. apríl 2015 07:00 95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall Verkföll 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins skella á í næstu viku. 21. apríl 2015 11:14 Útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. 22. apríl 2015 19:22 Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að 10.000 manns leggi niður störf „Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“ 23. apríl 2015 18:48
Litlar krónutöluhækkanir en miklar prósentuhækkanir í kröfum SGS Launakröfur SGS eru um hækkanir á bilinu 98-127 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin. Jafngildir um 50% hækkun. Formaður SGS segir háar hækkanir til kennara og lækna ekki hafa ruggað bátnum. Framkvæmdastjóri SA segir að 50% hækkun yrði fordæmisgefandi. 28. apríl 2015 07:00
95 prósent félagsmanna SGS samþykkja verkfall Verkföll 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins skella á í næstu viku. 21. apríl 2015 11:14
Útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. 22. apríl 2015 19:22
Verkalýðsleiðtogi segir samstöðu innan SA að riðlast Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast. 22. apríl 2015 13:26