

„Ég sé engin teikn á lofti um annað en að verkfallið 30. apríl komi til framkvæmda.“
Launakröfur SGS eru um hækkanir á bilinu 98-127 þúsund krónur á mánuði næstu þrjú árin. Jafngildir um 50% hækkun. Formaður SGS segir háar hækkanir til kennara og lækna ekki hafa ruggað bátnum. Framkvæmdastjóri SA segir að 50% hækkun yrði fordæmisgefandi.
Verkföll 10 þúsund félagsmanna Starfsgreinasambandsins skella á í næstu viku.
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi.
Formaður Framsýnar segir þann fjölda fyrirtækja sem vilji ganga að kröfum Starfsgreinasambandsins sýna að samstaðan innan SA sé að riðlast.