Russell Westbrook skoraði 54 stig í leiknum en fékk á sig örlagaríka tæknivillu á lokasprettinum. Thunder-liðið tapaði þarna í fimmta sinn í sex leikjum og er enn þá við hlið New Orleans Pelicans í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.
Westbrook var einnig með níu fráköst og átta stoðsendingar en hann hitti úr 21 af 43 skotum utan af velli, setti niður 5 af 15 þriggja stiga skotum sínum og nýtti 7 af 11 vítum. Westbrook var kominn með 22 stig og 4 stoðsendingar eftir fyrsta leikhlutann.
James Harden og félagar í Houston Rockets hjálpuðu aðeins Oklahoma City Thunder með því að vionna 121-114 sigur á New Orleans Pelican þar sem Harden skoraði 30 stig. Þetta var 35. leikurinn á tímabilinu þar sem James Harden fer fyrir 30 stigin.
Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst þegar San Antonio Spurs fagnaði sínum ellefta sigri í röð með því að vinna 107-91 sigur á Phoenix Suns en með þessum sigri er Spurs komið með hálfsleiks forskot á Memphis í baráttunni um sigurinn í deildinni.
Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:
Indiana Pacers - Oklahoma City Thunder 116-104
Washington Wizards - Atlanta Hawks 108-99
Houston Rockets - New Orleans Pelicans 121-114
San Antonio Spurs - Phoenix Suns 107-91
LA Lakers - Dallas Mavericks 106-120