Níu ára stúlka sögð ólétt eftir nauðganir vígamanna ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2015 14:56 Daoud segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins slepptu 216 Jasídum fyrir helgi, sem hafa verið í haldi samtakanna í um átta mánuði. Um er að ræða börn og gamalmenni sem var rænt þegar ISIS réðst á þorp Jasída í norðvesturhluta Írak. Í árásum sínum fönguðu vígamenn ISIS þúsundir Jasída og hafa margir þeirra sloppið, eða verið sleppt síðan. Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi er níu ára stúlka sem sögð er ólétt. Þetta kemur fram í viðtali Toronto Star við Kanadískan mann sem vann við hjálparstarf í Írak þar til mjög nýlega. Maðurinn sem notast við dulnefnið Daoud, sagði að stúlkunni hafi verið nauðgað af minnst tíu vígamönnum og sprengjumönnum. Þeir séu verðlaunaðir með konum og stúlkum. „Hún var mjög illa á sig komin.“ Toronto Star segir að stúlkan hafi verið flutt undir læknishendur í Þýskalandi. Fólkið sem ISIS sleppti nú fyrir helgi var afhent öryggissveitum Kúrda nærri Kirkuk. Fólkið var látið halda að taka ætti þau af lífi, þegar þau voru flutt um borð í rútur. Samkvæmt Independent telja einhverjir að það að fólkinu hafi verið sleppt sé til merkis um versnandi stöðu ISIS, en Daoud segir svo ekki vera. „Það að senda þessar konur og stúlkur til baka er þeirra leið til að koma skömm á samfélag Jasída.“ Hann segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir börnin. Stúlkurnar og konurnar vilja þau ekki. Þær hafa þjáðst svo mikið að þær vilja gleyma þessu. Ef þær eru giftar munu eiginmenn þeirra ekki taka við þeim aftur, séu þær óléttar, og það er ljóst að börnin verða aldrei tekin í sátt.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19 Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00 ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10 Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins slepptu 216 Jasídum fyrir helgi, sem hafa verið í haldi samtakanna í um átta mánuði. Um er að ræða börn og gamalmenni sem var rænt þegar ISIS réðst á þorp Jasída í norðvesturhluta Írak. Í árásum sínum fönguðu vígamenn ISIS þúsundir Jasída og hafa margir þeirra sloppið, eða verið sleppt síðan. Meðal þeirra sem sleppt var úr haldi er níu ára stúlka sem sögð er ólétt. Þetta kemur fram í viðtali Toronto Star við Kanadískan mann sem vann við hjálparstarf í Írak þar til mjög nýlega. Maðurinn sem notast við dulnefnið Daoud, sagði að stúlkunni hafi verið nauðgað af minnst tíu vígamönnum og sprengjumönnum. Þeir séu verðlaunaðir með konum og stúlkum. „Hún var mjög illa á sig komin.“ Toronto Star segir að stúlkan hafi verið flutt undir læknishendur í Þýskalandi. Fólkið sem ISIS sleppti nú fyrir helgi var afhent öryggissveitum Kúrda nærri Kirkuk. Fólkið var látið halda að taka ætti þau af lífi, þegar þau voru flutt um borð í rútur. Samkvæmt Independent telja einhverjir að það að fólkinu hafi verið sleppt sé til merkis um versnandi stöðu ISIS, en Daoud segir svo ekki vera. „Það að senda þessar konur og stúlkur til baka er þeirra leið til að koma skömm á samfélag Jasída.“ Hann segir að þetta fólk eigi eftir að ganga í gegnum mikla erfiðleika þrátt fyrir að vera komið úr höndum ISIS og þá sérstaklega þær konur og stúlkur sem eru óléttar eftir nauðganir. „Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir börnin. Stúlkurnar og konurnar vilja þau ekki. Þær hafa þjáðst svo mikið að þær vilja gleyma þessu. Ef þær eru giftar munu eiginmenn þeirra ekki taka við þeim aftur, séu þær óléttar, og það er ljóst að börnin verða aldrei tekin í sátt.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00 Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19 Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00 ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10 Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli "Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ 11. ágúst 2014 07:00
Saka ISIS um að hafa framið þjóðarmorð Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna telur að liðsmenn ISIS hafi mögulega gerst sekir um þjóðarmorð á jasídum í Írak, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. 19. mars 2015 10:19
Vara við blóðbaði í Amerli Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að ástandið í bænum Amerli, sem er tæpum 200 kílómetrum norðan við Bagdad, sé orðið grafalvarlegt. 25. ágúst 2014 07:00
ISIS-liðar sleppa um 200 Jasídum Fólkinu hafði verið haldið í gíslingu af liðsmönnum hryðjaverkasamtakanna í fleiri mánuði. 8. apríl 2015 20:10
Stæra sig af þrælahaldi IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. 13. október 2014 13:33