Fjallað verður um rasisma og útlendingaótta í Brestaþætti kvöldsins. Íslensk rasistasíða hefur legið óáreitt á netinu í að minnsta kosti þrjú ár en þar er meðal annars birt kynþáttaníð um tvo íslenska drengi, dökka á hörund. Fósturmóðir drengjanna kærði síðuna í janúar 2012, lögregla yfirheyrði mann en ekki tókst að sanna að hann stæði á bak við síðuna. Lögregla getur ekki aðhafst frekar, því síðan er hýst í Bandaríkjunum.
En nú fyrir skömmu ákvað Barnavernd Reykjavíkur að senda kvörtun til hýsingarfyrirtækisins í Bandaríkjunum. Framkvæmdastýra Barnaverndar, sagði í samtali við Bresti að starfsmenn þar væru staðráðinir í að leita allra leiða til að fá síðuna tekna niður og draga þá til ábyrgðar sem birta slíkan hatursáróður gegn börnum.
Rætt verður við ábyrgðarmann síðunnar í Brestum í kvöld. Hann vill ekki nafngreina íslenska samverkamenn sína og þetta voru viðbrögðin þegar við spurðum hann út í kvörtun starfsmanns Barnaverndar.
Brestir eru á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 20:20.