Allt frá upphafi myndarinnar dylst áhorfendum ekki að hér er á ferðinni djúp og tilfinningarík mynd, þar sem Gunnar Jónsson í stóra burðarhlutverkinu er hlaðinn þeirri djúpu innlifun sem þarf til þess að bera myndina uppi.“
Eins og minnst er á í dómnum þá skrifaði Dagur Kári handrit myndarinna sérstaklega fyrir Gunnar Jónsson og er gagnrýnandinn á því að enginn annar hefði getað leyst þetta stóra verkefni nema Gunnar enda nær hann einstökum samruna við hlutverkið sem dregur myndina alla áfram á einstakan máta. Hinn feimni, gjafmildi og heillandi Fúsi heillar gagnrýnandann s.s. gersemlega upp úr skónum.
Gagnrýnandinn fer einnig fögrum orðum um aðra þætti myndarinnar og hefur á orði að hér sé á ferðinni hlýtt og manneskjuleg mynd sem er uppfull af ljúfsárri fyndni en dramtísk í senn.