Lítið sem ekkert hefur sést frá myndinni, sem mikil eftirvænting er eftir. Á ComiCon ráðstefnunni í júlí í fyrra var birt örstutt myndband þar sem Ben Affleck í hlutverki Batman og Henry Cavill í hlutverki Superman virtust vera í einhvers konar störukeppni.
Sú stikla hefur hvergi birst á netinu nema á því leyti að símamyndband af skjánum var birt á rússneskri myndbandaveitu. Warner Bros lét hins vegar loka á það myndband mjög fljótlega.
Confirmed 4.20.15 #BatmanvSuperman @IMAX special teaser screening events. Limited space. RSVP http://t.co/TasYGlJGig
https://t.co/fnxFIERUlv
— ZackSnyder (@ZackSnyder) April 16, 2015