Í myndbandinu sem Óskar tók saman má sjá það sem virðast vera viðbrögð Matthew McConaughey við stiklunni. Í umræddu atriði í Interstellar er McConaughey að horfa á skilaboð frá síðustu tuttugu árum af ævi dóttur sinnar og fjölskyldu. Hann gerir sér grein fyrir að hann er búinn að missa af miklu og brest í grát.
Vísir greindi frá því í gær að stikla úr Star Wars myndinni, þeirri sjöundu sem frumsýnd verður í desember, væri komin á netið. Þá var sömuleiðis greint frá því að tökulið Star Wars yrði við vinnu hér á landi næstu dag.
Ekki náðist í Óskar Örn við vinnslu fréttarinnar.