Veðurstofa varar við hvassviðri eða stormi á morgun suðvestan til á landinu. Talið er að vindhraði muni víða ná yfir tuttugu metrum á sekúndu fyrri part dags.
Ásamt storminum er spáð skúrum og síðar éljum. Varað er sérstaklega við því að skyggni geti orðið lítið í éljunum. Vindur verður þó heldur hægari norðaustan- og austanlands og þurrt að kalla þar.
