Faðir brotaþola: Þorðum ekki að kæra vegna tengsla undirheima við lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2015 11:37 Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger. Vísir/E.Ól Faðir brotaþola mætti fyrir dóminn í frelsissviptingarmálinu í Hlíðunum í morgun. Hann sagði frá því að sonur sinn hefði hringt í sig um hálf fjögur 19. desember árið 2010, og greint frá því að hann væri fangi ofbeldismanna. „Og ég yrði að greiða lausnargjald fyrir bankalokun ef ég ætlaði að reikna með að sjá hann aftur.” Hann sagðist hafa útvegað fjármuni og lagt þá inn á reikning eins af ákærðu og ekkert heyrt í syni sínum aftur fyrr en búið var að sleppa honum. „Það sá töluvert á honum og hann var í slæmu ástandi andlega. Við fáum áverkavottorð og síðan ræddum við á þeim punkti framhald eins og kæru. Hann kvaðst ekki ætla að kæra vegna mikilla hótana meðal annars beint gegn fjölskyldunni og við ákváðum eftir umhugsun á þeim tíma að kæra ekki,” sagði faðir brotaþola. Las fréttir af mönnunum daglega„Þá fór vont tímabil í hönd sem var þannig að ég rak fyrirtæki í sama húsi og eitt af fyrirtækjum Geira á Goldfinger var og tveir af árásarmönnum voru þar líka undir hans verndarvæng,” sagði faðir brotaþola. Brotaþoli nefndi fyrir dómi í morgun að ákærðu hefðu meðal annars nefnt tengsl sín við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmar Hallgrímsson, betur þekktan sem Jón stóra.Faðir brotaþola sagðist ekki hafa þekkt þessa menn persónulega en sagði fréttir hafa verið af þeim daglega í blöðum. „Á þessum tíma virtust þeir vera ofjarlar yfirvalda þannig að það var ekki mjög árennilegt að fara í málsókn.”Faðirinn rétti fram úrklippur úr dagblöðum frá þessum tíma. „Þetta eru týpískar úrklipppur þar er jafnvel verið hampa tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í þessu umhverfi og manni fannst jafnvel rökrétt að koma sér í burtu.”Faðir brotaþola sýndi úrklippur frétta þar sem honum fannst tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í umhverfinu vera hampað.Skjáskot af frétt DVVirtist ekki þjóna hagsmunum að kæraHann var spurður hvers vegna fjölskyldan hefði ráðlagt brotaþola frá því að kæra. Hann sagði fólk í kringum son sinn hafa hvatt hann til að kæra sem og lögregluna.„Þannig að það var töluverð hvatning. Ég var hræddur við þetta því það var engin vernd fyrir fólk í þessum aðstæðum. Við íhuguðum alvarlega að fara öll úr landi árið 2012. Miðað við umfjöllun var ljóst að þetta var hættulegt fólk og samkvæmt umfjöllun í blöðum leit það á tímabili út að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að kæra,” sagði faðir brotaþola.Hann sagði brottfluttning dóttur sinnar úr landi hafa haft mikil áhrif á það að ákveðið var að kæra málið.Tapaði árum af ævi sinniÞá hafði faðir Davíðs Fjeldsted einnig hvatt föður brotaþola til að kæra málið.„Hann hringdi í mig og þá hafði hann fengið upplýsingar um þetta allt í gegnum yngri son sinn og sagði að fjölskyldan væri í mjög slæmri stöðu vegna hótana frá genginu. Hann vildi reyna að ná honum úr umferð og koma honum í mannahendur og vildi fá mig til að standa í því með sér. Ég var ekki tilbúinn til þess og leit ekki á það sem mina hagsmuni á sínum tíma. Það var haldinn fundur sem Davíð mætti ekki á. Á svipuðum tíma kom lögreglan og lagði hart að mér að gera að mér sama. Ég neitaði því að ég var með rekstur nánast í þessu hreiðri þar sem þetta gengi var. Það var ekki traust á milli lögreglunnar og fólksins sem var í þessu húsi,” sagði faðir brotaþola.„Þessi ár voru mjög slæm. Maður tapaði þarna árum af sinni ævi og geta aldrei verið öruggur og fylgjast stöðugt með fjölskyldu sinni. Þannig að þetta hafði mjög slæm áhrif.” Mál Jóns stóra Lögreglumál Tengdar fréttir Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42 Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Faðir brotaþola mætti fyrir dóminn í frelsissviptingarmálinu í Hlíðunum í morgun. Hann sagði frá því að sonur sinn hefði hringt í sig um hálf fjögur 19. desember árið 2010, og greint frá því að hann væri fangi ofbeldismanna. „Og ég yrði að greiða lausnargjald fyrir bankalokun ef ég ætlaði að reikna með að sjá hann aftur.” Hann sagðist hafa útvegað fjármuni og lagt þá inn á reikning eins af ákærðu og ekkert heyrt í syni sínum aftur fyrr en búið var að sleppa honum. „Það sá töluvert á honum og hann var í slæmu ástandi andlega. Við fáum áverkavottorð og síðan ræddum við á þeim punkti framhald eins og kæru. Hann kvaðst ekki ætla að kæra vegna mikilla hótana meðal annars beint gegn fjölskyldunni og við ákváðum eftir umhugsun á þeim tíma að kæra ekki,” sagði faðir brotaþola. Las fréttir af mönnunum daglega„Þá fór vont tímabil í hönd sem var þannig að ég rak fyrirtæki í sama húsi og eitt af fyrirtækjum Geira á Goldfinger var og tveir af árásarmönnum voru þar líka undir hans verndarvæng,” sagði faðir brotaþola. Brotaþoli nefndi fyrir dómi í morgun að ákærðu hefðu meðal annars nefnt tengsl sín við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmar Hallgrímsson, betur þekktan sem Jón stóra.Faðir brotaþola sagðist ekki hafa þekkt þessa menn persónulega en sagði fréttir hafa verið af þeim daglega í blöðum. „Á þessum tíma virtust þeir vera ofjarlar yfirvalda þannig að það var ekki mjög árennilegt að fara í málsókn.”Faðirinn rétti fram úrklippur úr dagblöðum frá þessum tíma. „Þetta eru týpískar úrklipppur þar er jafnvel verið hampa tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í þessu umhverfi og manni fannst jafnvel rökrétt að koma sér í burtu.”Faðir brotaþola sýndi úrklippur frétta þar sem honum fannst tengslum lögreglustjóra við einn aðalmanninn í umhverfinu vera hampað.Skjáskot af frétt DVVirtist ekki þjóna hagsmunum að kæraHann var spurður hvers vegna fjölskyldan hefði ráðlagt brotaþola frá því að kæra. Hann sagði fólk í kringum son sinn hafa hvatt hann til að kæra sem og lögregluna.„Þannig að það var töluverð hvatning. Ég var hræddur við þetta því það var engin vernd fyrir fólk í þessum aðstæðum. Við íhuguðum alvarlega að fara öll úr landi árið 2012. Miðað við umfjöllun var ljóst að þetta var hættulegt fólk og samkvæmt umfjöllun í blöðum leit það á tímabili út að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að kæra,” sagði faðir brotaþola.Hann sagði brottfluttning dóttur sinnar úr landi hafa haft mikil áhrif á það að ákveðið var að kæra málið.Tapaði árum af ævi sinniÞá hafði faðir Davíðs Fjeldsted einnig hvatt föður brotaþola til að kæra málið.„Hann hringdi í mig og þá hafði hann fengið upplýsingar um þetta allt í gegnum yngri son sinn og sagði að fjölskyldan væri í mjög slæmri stöðu vegna hótana frá genginu. Hann vildi reyna að ná honum úr umferð og koma honum í mannahendur og vildi fá mig til að standa í því með sér. Ég var ekki tilbúinn til þess og leit ekki á það sem mina hagsmuni á sínum tíma. Það var haldinn fundur sem Davíð mætti ekki á. Á svipuðum tíma kom lögreglan og lagði hart að mér að gera að mér sama. Ég neitaði því að ég var með rekstur nánast í þessu hreiðri þar sem þetta gengi var. Það var ekki traust á milli lögreglunnar og fólksins sem var í þessu húsi,” sagði faðir brotaþola.„Þessi ár voru mjög slæm. Maður tapaði þarna árum af sinni ævi og geta aldrei verið öruggur og fylgjast stöðugt með fjölskyldu sinni. Þannig að þetta hafði mjög slæm áhrif.”
Mál Jóns stóra Lögreglumál Tengdar fréttir Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42 Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring „Puttarnir mínir voru settir í klippur,“ segir brotaþoli. Hann hafi ekki hafa þorað að leggja fram kæru fyrr en systir hans, sem ákærðu höfðu hótað að nauðga, var flutt til útlanda. 9. apríl 2015 10:42
Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06