Brotaþoli í frelsissviptingarmáli: Hótuðu að klippa af einn putta á sólarhring Birgir Olgeirsson skrifar 9. apríl 2015 10:42 Meint frelsissvipting átti sér stað í Hlíðunum í Reykjavík. Vísir/GVA Brotaþoli í frelsissviptingarmáli í Hlíðunum gaf skýrslu fyrir dómi og var meðal annars spurður hvers vegna þrjú ár liðu frá dómi þar til hann ákvað að kæra málið. Hann sagði það hafa verið vegna hótana frá ákærðu. Eftir að hann hafði greitt þeim milljón krónur fyrir frelsi sitt hótuðu þeir honum öllu illu ef hann myndi kæra. „Þeir lýsa í smáatriðum hvað muni koma fyrir mig og vísa í tengsl sem þeir hafa við þessi mótorhjólasamtök,” sagði brotaþoli og vísaði þar í að Ríkharð og Davíð voru í Black Pistons mótorhjólasamtökunum. Þá nefndi brotaþoli einnig tengsl ákærðu við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmarsson, betur þekktan sem Jón stóra. Á meðan brotaþoli var í haldi fóru ákærðu inn á Facebook-aðgang hans og flettu upp upplýsingum um fjölskyldu hans og vini. Hótuðu þeir því að þau myndu hljóta verra af ef hann færi ekki eftir því sem þeir sögðu að sögn brotaþolans. Höfðu þeir meðal annars hótað að nauðga systur hans ef hann myndi kæra málið. Brotaþoli sagði fyrir dómi að hann hefði ekki þorað að kæra málið fjölskyldu sinnar vegna. Þegar ár var liðið frá atburðinum ætlaði hann að kæra en fjölskylda hans hefði beðið hann um að gera það ekki. „Og ég virti það," sagði brotaþoli. Þegar systir hans flutti til útlanda hefði hann ákveðið að kæra.Boðaður á sáttarfund á Monte Carlo Hann sagðist hafa verið boðaður á sáttafund á Monte Carlo. Ástæðan fyrir þeim fundi var að ákærðu töldu brotaþola skulda þeim tölvu. Hann mætti á fundinn á Monte Carlo þar sem farið var með hann í bakherbergi á Monte Carlo. „Þar er ég barinn í klessu. Þeir koma með upplognar sakir að ég hafi brotist inn til hans og í bíl og eitthvað kjaftæði. Búa til skuld á mig," sagði brotaþoli. Hann var síðar, að því er kemur fram í ákæru, fluttur í íbúð í Hlíðunum þar sem honum var haldið föngum í sólarhring.Sjá einnig:„Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma“ „Ég er pyntaður, hellt upp í mig þvottaefni, borinn eldur að mér, hótað að brjóta á mér lappirnar. Fara á Facebook og finna upplýsingar um vini og fjölskyldy. Hóta að skoða fjölskyldu mína og vini og bara nokkurn veginn öllum sem ég þekki. Skuldin bara hækkar og hækkar og þeir fá það út að ég skulda þeim milljón. Þeir notuðu kylfur og hnúajárn á mig. Það var miðað á mig riffli eitt skipti. Það var hótað að drepa mig mig," sagði brotaþoli sem segist hafa verið látinn afklæðast. „Svo var ég bundinn og keflaður og hent inn í baðkar og geymdur þar yfir nóttina. Það var hótað að taka af mér puttana. Puttarnir mínir voru settir í klippur. Það voru tekin skæri upp að eyrunum á mér. Það voru teknar ljósmyndir og vídeó af mér þar sem ég er laminn og niðurlægður. Það var hótað að birta þetta efni ef ég kæri. Það var alltaf talað um að ég muni hljóta skaða af ef ég kæri og það muni bitna á mínum nánustu. Svo er ég geymdur þarna um nóttina í þessu baðkari," sagði brotaþoli.Frá þingfestingu málsins á dögunum.Vísir/SÁPEinn putti klipptur af á sólarhring Hann sagði ákærðu hafa hótað sér því að ef hann greiddi þeim ekki þessa milljón innan sólarhrings þá myndu þeir klippa af honum putta. Ef annar sólarhringur myndi líða þá yrði annar putti klipptur af. Hann sagði eina ráðið að hringja í föður sinn og fá hann til borga þeim þessa milljón. Hann sagði ákærðu hafa farið með sig að Landsbankanum á Laugavegi þar sem peningurinn var sóttur. Því næst var hann látinn laus eftir ítrekaðar hótanir. Hann var látinn laus og hitti föður sinn sem fór með hann á sjúkrahús þar sem þeir fengu áverkavottorð. Þegar hann var spurður hvort hann hefði haft tækifæri á að flýja úr íbúðinni í Hlíðunum sagðist hann hafa haft eitt tækifæri á því en hefði verið lamaður af ótta og úr losti til að geta það. Hann talaði um að það hefði verið töluverð umferð af fólki inn í íbúðina og í eitt skipti hefði ein stúlka farið á klósettið. Hann hefði ekki haft dug í sér að biðja hana um hjálp enda illa farinn og taldi litlar líkur á að þeir sem ættu erindi í þessa íbúð væru að fara að hjálpa sér. Hann var einnig spurður hvort hann hefði kallað eftir hjálp á Monte Carlo og svaraði hann því sama að hann hefði ekki búist við að fá hjálp frá fólki sem var þar. Fram kom í máli brotaþola að hann hefði verið í amfetamínneyslu á þessum tíma. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Brotaþoli í frelsissviptingarmáli í Hlíðunum gaf skýrslu fyrir dómi og var meðal annars spurður hvers vegna þrjú ár liðu frá dómi þar til hann ákvað að kæra málið. Hann sagði það hafa verið vegna hótana frá ákærðu. Eftir að hann hafði greitt þeim milljón krónur fyrir frelsi sitt hótuðu þeir honum öllu illu ef hann myndi kæra. „Þeir lýsa í smáatriðum hvað muni koma fyrir mig og vísa í tengsl sem þeir hafa við þessi mótorhjólasamtök,” sagði brotaþoli og vísaði þar í að Ríkharð og Davíð voru í Black Pistons mótorhjólasamtökunum. Þá nefndi brotaþoli einnig tengsl ákærðu við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geira á Goldfinger, og Jón Hilmarsson, betur þekktan sem Jón stóra. Á meðan brotaþoli var í haldi fóru ákærðu inn á Facebook-aðgang hans og flettu upp upplýsingum um fjölskyldu hans og vini. Hótuðu þeir því að þau myndu hljóta verra af ef hann færi ekki eftir því sem þeir sögðu að sögn brotaþolans. Höfðu þeir meðal annars hótað að nauðga systur hans ef hann myndi kæra málið. Brotaþoli sagði fyrir dómi að hann hefði ekki þorað að kæra málið fjölskyldu sinnar vegna. Þegar ár var liðið frá atburðinum ætlaði hann að kæra en fjölskylda hans hefði beðið hann um að gera það ekki. „Og ég virti það," sagði brotaþoli. Þegar systir hans flutti til útlanda hefði hann ákveðið að kæra.Boðaður á sáttarfund á Monte Carlo Hann sagðist hafa verið boðaður á sáttafund á Monte Carlo. Ástæðan fyrir þeim fundi var að ákærðu töldu brotaþola skulda þeim tölvu. Hann mætti á fundinn á Monte Carlo þar sem farið var með hann í bakherbergi á Monte Carlo. „Þar er ég barinn í klessu. Þeir koma með upplognar sakir að ég hafi brotist inn til hans og í bíl og eitthvað kjaftæði. Búa til skuld á mig," sagði brotaþoli. Hann var síðar, að því er kemur fram í ákæru, fluttur í íbúð í Hlíðunum þar sem honum var haldið föngum í sólarhring.Sjá einnig:„Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma“ „Ég er pyntaður, hellt upp í mig þvottaefni, borinn eldur að mér, hótað að brjóta á mér lappirnar. Fara á Facebook og finna upplýsingar um vini og fjölskyldy. Hóta að skoða fjölskyldu mína og vini og bara nokkurn veginn öllum sem ég þekki. Skuldin bara hækkar og hækkar og þeir fá það út að ég skulda þeim milljón. Þeir notuðu kylfur og hnúajárn á mig. Það var miðað á mig riffli eitt skipti. Það var hótað að drepa mig mig," sagði brotaþoli sem segist hafa verið látinn afklæðast. „Svo var ég bundinn og keflaður og hent inn í baðkar og geymdur þar yfir nóttina. Það var hótað að taka af mér puttana. Puttarnir mínir voru settir í klippur. Það voru tekin skæri upp að eyrunum á mér. Það voru teknar ljósmyndir og vídeó af mér þar sem ég er laminn og niðurlægður. Það var hótað að birta þetta efni ef ég kæri. Það var alltaf talað um að ég muni hljóta skaða af ef ég kæri og það muni bitna á mínum nánustu. Svo er ég geymdur þarna um nóttina í þessu baðkari," sagði brotaþoli.Frá þingfestingu málsins á dögunum.Vísir/SÁPEinn putti klipptur af á sólarhring Hann sagði ákærðu hafa hótað sér því að ef hann greiddi þeim ekki þessa milljón innan sólarhrings þá myndu þeir klippa af honum putta. Ef annar sólarhringur myndi líða þá yrði annar putti klipptur af. Hann sagði eina ráðið að hringja í föður sinn og fá hann til borga þeim þessa milljón. Hann sagði ákærðu hafa farið með sig að Landsbankanum á Laugavegi þar sem peningurinn var sóttur. Því næst var hann látinn laus eftir ítrekaðar hótanir. Hann var látinn laus og hitti föður sinn sem fór með hann á sjúkrahús þar sem þeir fengu áverkavottorð. Þegar hann var spurður hvort hann hefði haft tækifæri á að flýja úr íbúðinni í Hlíðunum sagðist hann hafa haft eitt tækifæri á því en hefði verið lamaður af ótta og úr losti til að geta það. Hann talaði um að það hefði verið töluverð umferð af fólki inn í íbúðina og í eitt skipti hefði ein stúlka farið á klósettið. Hann hefði ekki haft dug í sér að biðja hana um hjálp enda illa farinn og taldi litlar líkur á að þeir sem ættu erindi í þessa íbúð væru að fara að hjálpa sér. Hann var einnig spurður hvort hann hefði kallað eftir hjálp á Monte Carlo og svaraði hann því sama að hann hefði ekki búist við að fá hjálp frá fólki sem var þar. Fram kom í máli brotaþola að hann hefði verið í amfetamínneyslu á þessum tíma.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Frelsissvipting í Hlíðunum: „Ég átti í útistöðum við hálfan bæinn á þessum tíma” Ríkharð Júlíus Ríkharðsson segist hafa snúið við blaðinu. Hann bar við minnisleysi í héraðsdómi í morgun en hann játaði brot sín við skýrslutöku hjá lögreglu. 9. apríl 2015 10:06