Össur hjólar í Bjarna vegna frumvarps um að leggja niður Bankasýsluna Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2015 17:25 Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum "í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Vísir/GVA/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook-síðu sinni vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Færslu Össurar nefnir hann „Nýja Ísland ríður í hlað!“. Þar segir hann Bjarna hafa lagt fram „ótrúlegt frumvarp“ sem í grunnatriðum sé á þessa leið: „Bankasýslan er lögð niður og í staðinn leggur Bjarni til að hann sjálfur sem fjármálaráðherra fái vald til að taka aleinn – „að eigin frumkvæði“ -ákvörðun um sölu 30% hlutar í Landsbankanum, allra hluta ríkisins í Aríon og Íslandsbanka og í sparisjóðunum. Gleymum þá ekki að við afnám gjaldeyrishafta er stefnt að því að allir hlutir Aríon og Íslandsbanka, sem nú eru í eigu kröfuhafanna, komist í eigu ríkisins.“ Össur segir þetta þýða að Bjarni geti ákveðið að einkavæða bankana aftur, hann myndi ráða sölumeðferðinni og þar með hvort eignarhald yrði dreift, eða hvort bankarnir yrðu seldir stórum aðilum. „Bjarni leggur til að hann þurfi ekki að leita staðfestingar Alþingis á ákvörðun sinni. Hann þarf aðeins að leita umsagnar tveggja þingnefnda en í frumvarpinu segir beinlínis að honum sé ekki skylt að fara eftir athugasemdum þeirra. Hann meira að segja ræður frestinum sem þær fá. Helstu skorðurnar eru að hann þarf að samráð við Seðlabankann og síðan þriggja manna ráðgjafanefnd – sem líka hefur sjálfstæðan rétt til að leggja til söluferli. Þetta er eina beislið á fjármálaráðherrann. En hver skipar nefndarmennina þrjá? – Bjarni Benediktsson. Hver tilnefnir í hana? Náttúrlega Bjarni Benediktsson! Ef að líkum lætur eftir samráð við Sigmund Davíð. Þeir munu semsagt ráða öllu og Bjarni fær líka heimild til að smella sparisjóðunum inn í bankana. - Þetta er tærleiki og gagnsæi ríkisstjórnarinnar. Fortíðin er gleymd. Upphafinu að ógæfu Íslands er sópað undir teppið. – Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná pólitískum tökum á Seðlabankanum . Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Þetta er hið hulda lím sem heldur þessari ríkisstjórn saman. – Þetta er semsagt hið Nýja Ísland – eða hvað?,“ segir í færslu þingmannsins.Nýja Ísland ríður í hlað!Bjarni Benediktsson hefur lagt fram ótrúlegt frumvarp sem í grunnatriðum er svona: Bankasý...Posted by Össur Skarphéðinsson on Thursday, 9 April 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook-síðu sinni vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Færslu Össurar nefnir hann „Nýja Ísland ríður í hlað!“. Þar segir hann Bjarna hafa lagt fram „ótrúlegt frumvarp“ sem í grunnatriðum sé á þessa leið: „Bankasýslan er lögð niður og í staðinn leggur Bjarni til að hann sjálfur sem fjármálaráðherra fái vald til að taka aleinn – „að eigin frumkvæði“ -ákvörðun um sölu 30% hlutar í Landsbankanum, allra hluta ríkisins í Aríon og Íslandsbanka og í sparisjóðunum. Gleymum þá ekki að við afnám gjaldeyrishafta er stefnt að því að allir hlutir Aríon og Íslandsbanka, sem nú eru í eigu kröfuhafanna, komist í eigu ríkisins.“ Össur segir þetta þýða að Bjarni geti ákveðið að einkavæða bankana aftur, hann myndi ráða sölumeðferðinni og þar með hvort eignarhald yrði dreift, eða hvort bankarnir yrðu seldir stórum aðilum. „Bjarni leggur til að hann þurfi ekki að leita staðfestingar Alþingis á ákvörðun sinni. Hann þarf aðeins að leita umsagnar tveggja þingnefnda en í frumvarpinu segir beinlínis að honum sé ekki skylt að fara eftir athugasemdum þeirra. Hann meira að segja ræður frestinum sem þær fá. Helstu skorðurnar eru að hann þarf að samráð við Seðlabankann og síðan þriggja manna ráðgjafanefnd – sem líka hefur sjálfstæðan rétt til að leggja til söluferli. Þetta er eina beislið á fjármálaráðherrann. En hver skipar nefndarmennina þrjá? – Bjarni Benediktsson. Hver tilnefnir í hana? Náttúrlega Bjarni Benediktsson! Ef að líkum lætur eftir samráð við Sigmund Davíð. Þeir munu semsagt ráða öllu og Bjarni fær líka heimild til að smella sparisjóðunum inn í bankana. - Þetta er tærleiki og gagnsæi ríkisstjórnarinnar. Fortíðin er gleymd. Upphafinu að ógæfu Íslands er sópað undir teppið. – Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná pólitískum tökum á Seðlabankanum . Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Þetta er hið hulda lím sem heldur þessari ríkisstjórn saman. – Þetta er semsagt hið Nýja Ísland – eða hvað?,“ segir í færslu þingmannsins.Nýja Ísland ríður í hlað!Bjarni Benediktsson hefur lagt fram ótrúlegt frumvarp sem í grunnatriðum er svona: Bankasý...Posted by Össur Skarphéðinsson on Thursday, 9 April 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37