Össur hjólar í Bjarna vegna frumvarps um að leggja niður Bankasýsluna Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2015 17:25 Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum "í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Vísir/GVA/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook-síðu sinni vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Færslu Össurar nefnir hann „Nýja Ísland ríður í hlað!“. Þar segir hann Bjarna hafa lagt fram „ótrúlegt frumvarp“ sem í grunnatriðum sé á þessa leið: „Bankasýslan er lögð niður og í staðinn leggur Bjarni til að hann sjálfur sem fjármálaráðherra fái vald til að taka aleinn – „að eigin frumkvæði“ -ákvörðun um sölu 30% hlutar í Landsbankanum, allra hluta ríkisins í Aríon og Íslandsbanka og í sparisjóðunum. Gleymum þá ekki að við afnám gjaldeyrishafta er stefnt að því að allir hlutir Aríon og Íslandsbanka, sem nú eru í eigu kröfuhafanna, komist í eigu ríkisins.“ Össur segir þetta þýða að Bjarni geti ákveðið að einkavæða bankana aftur, hann myndi ráða sölumeðferðinni og þar með hvort eignarhald yrði dreift, eða hvort bankarnir yrðu seldir stórum aðilum. „Bjarni leggur til að hann þurfi ekki að leita staðfestingar Alþingis á ákvörðun sinni. Hann þarf aðeins að leita umsagnar tveggja þingnefnda en í frumvarpinu segir beinlínis að honum sé ekki skylt að fara eftir athugasemdum þeirra. Hann meira að segja ræður frestinum sem þær fá. Helstu skorðurnar eru að hann þarf að samráð við Seðlabankann og síðan þriggja manna ráðgjafanefnd – sem líka hefur sjálfstæðan rétt til að leggja til söluferli. Þetta er eina beislið á fjármálaráðherrann. En hver skipar nefndarmennina þrjá? – Bjarni Benediktsson. Hver tilnefnir í hana? Náttúrlega Bjarni Benediktsson! Ef að líkum lætur eftir samráð við Sigmund Davíð. Þeir munu semsagt ráða öllu og Bjarni fær líka heimild til að smella sparisjóðunum inn í bankana. - Þetta er tærleiki og gagnsæi ríkisstjórnarinnar. Fortíðin er gleymd. Upphafinu að ógæfu Íslands er sópað undir teppið. – Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná pólitískum tökum á Seðlabankanum . Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Þetta er hið hulda lím sem heldur þessari ríkisstjórn saman. – Þetta er semsagt hið Nýja Ísland – eða hvað?,“ segir í færslu þingmannsins.Nýja Ísland ríður í hlað!Bjarni Benediktsson hefur lagt fram ótrúlegt frumvarp sem í grunnatriðum er svona: Bankasý...Posted by Össur Skarphéðinsson on Thursday, 9 April 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega á Facebook-síðu sinni vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu. Færslu Össurar nefnir hann „Nýja Ísland ríður í hlað!“. Þar segir hann Bjarna hafa lagt fram „ótrúlegt frumvarp“ sem í grunnatriðum sé á þessa leið: „Bankasýslan er lögð niður og í staðinn leggur Bjarni til að hann sjálfur sem fjármálaráðherra fái vald til að taka aleinn – „að eigin frumkvæði“ -ákvörðun um sölu 30% hlutar í Landsbankanum, allra hluta ríkisins í Aríon og Íslandsbanka og í sparisjóðunum. Gleymum þá ekki að við afnám gjaldeyrishafta er stefnt að því að allir hlutir Aríon og Íslandsbanka, sem nú eru í eigu kröfuhafanna, komist í eigu ríkisins.“ Össur segir þetta þýða að Bjarni geti ákveðið að einkavæða bankana aftur, hann myndi ráða sölumeðferðinni og þar með hvort eignarhald yrði dreift, eða hvort bankarnir yrðu seldir stórum aðilum. „Bjarni leggur til að hann þurfi ekki að leita staðfestingar Alþingis á ákvörðun sinni. Hann þarf aðeins að leita umsagnar tveggja þingnefnda en í frumvarpinu segir beinlínis að honum sé ekki skylt að fara eftir athugasemdum þeirra. Hann meira að segja ræður frestinum sem þær fá. Helstu skorðurnar eru að hann þarf að samráð við Seðlabankann og síðan þriggja manna ráðgjafanefnd – sem líka hefur sjálfstæðan rétt til að leggja til söluferli. Þetta er eina beislið á fjármálaráðherrann. En hver skipar nefndarmennina þrjá? – Bjarni Benediktsson. Hver tilnefnir í hana? Náttúrlega Bjarni Benediktsson! Ef að líkum lætur eftir samráð við Sigmund Davíð. Þeir munu semsagt ráða öllu og Bjarni fær líka heimild til að smella sparisjóðunum inn í bankana. - Þetta er tærleiki og gagnsæi ríkisstjórnarinnar. Fortíðin er gleymd. Upphafinu að ógæfu Íslands er sópað undir teppið. – Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná pólitískum tökum á Seðlabankanum . Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Þetta er hið hulda lím sem heldur þessari ríkisstjórn saman. – Þetta er semsagt hið Nýja Ísland – eða hvað?,“ segir í færslu þingmannsins.Nýja Ísland ríður í hlað!Bjarni Benediktsson hefur lagt fram ótrúlegt frumvarp sem í grunnatriðum er svona: Bankasý...Posted by Össur Skarphéðinsson on Thursday, 9 April 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Bankasýslan verði lögð niður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að leggja niður Bankasýslu ríksins. 1. apríl 2015 16:37