Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Guðrún Ansnes skrifar 30. mars 2015 14:43 Áhorfendur létu dansparið heyra það í kjölfar þátttöku í þættinum í gær. Vísir/Andri Marino „Ég er í sjokki, fólk er í alvöru rosalega reitt “ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún og eignmaður hennar og dansherra, Nikita Bazev, duttu út úr Ísland Got Talent í gærkvöldi. Reiði margra beinist þó ekki að þeirri staðreynd að þau séu ekki lengur meðal keppenda, heldur þykir fólki ósanngjarnt að þau hafi yfir höfuð fengið að spreyta sig í þáttunum. Margir hafa bent á að þau eigi ekki erindi í keppnina vegna þess að þau séu atvinnufólk í sinni grein. Hanna Rún segir þetta hins vegar ekki rétt og bendir á að þau keppi í áhugamannaflokki. Þau fái ekki greitt fyrir þátttöku á mótum né heldur séu þau á launum sem dansarar. Heitar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Meðal annars á twitter:Meikar ekki sens að fólk sem er nú þegar frægt fái að taka þátt #pæling#IGT2 — Aníta Sif S (@anitabaxter96) March 29, 2015Mikið hefði verið þreytt og asnlegt að hafa Hönnu og Nikita í þessari keppni. Búin að vinna nóg. #atvinnumenn#igt2 — Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) March 29, 2015Það að Hanna og Nikita séu að keppa er eins og ef Bubbi Morthens væri að syngja á sviðinu en ekki í dómarasætinu #igt2 — Vigdís Pála Halldórs (@vigdispala) March 29, 2015 „Við greiðum allan kostnað við dansinn úr eigin vasa,“ segir Hanna Rún og bætir við að þau séu njóti mikillar blessuna þar sem fjölskyldur þeirra aðstoði eftir fremsta megni. „Við ætluðum okkur ekkert að taka þátt í þessu til að byrja með en vorum beðin um að koma inn. Þannig gengum við að því vísu að mega réttilega vera með,“ segir Hanna Rún. Netheimar hafa logað síðan parið dansaði og fólk ekki legið á skoðunum sínum. Sumir hverjir hafa lagt að jöfnu þátttöku parsins við að ef Bubbi Morthens hefði sjálfur stigið á svið sem þátttakandi í keppninni og gert sig líklegan til sigurs. Hanna Rún segir afar sárt hvernig fólk leyfi sér að tala um hana og Nikita, en þau hafi ekkert unnið sér til saka og þvert á móti, þau séu eins og aðrir að reyna að koma sér á kortið. „Við urðum að velja á milli Evrópumeistaramótsins og Ísland got talent vegna erfiðra flugaðstæðna um helgina. Úr varð að síðarnefnda keppnin varð fyrir valinu, ég sé mikið eftir því núna,“ útskýrir hún. Hanna Rún bendir jafnframt á að það hljóti að segja alla söguna, þar sem tíu milljóna króna verðlaunaféð hafi dregið þau að en til að fjármagna dansinn og komast upp um flokk verði þau að hafa til þess peninga. Staðan sé töluvert öðruvísi ef um atvinnudansara sé að ræða. „Það var gaman að geta glatt einhverja þarna úti sem höfðu gaman af okkur, en ég er farin að hallast að því að margir íslendingar séu afbrýðisamir og kunni einfaldlega ekki að samgleðjast. Þeir njóta þess að tala um það sem miður fer og hafa ekki hátt um það sem gengur vel.“ Ísland Got Talent Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira
„Ég er í sjokki, fólk er í alvöru rosalega reitt “ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún og eignmaður hennar og dansherra, Nikita Bazev, duttu út úr Ísland Got Talent í gærkvöldi. Reiði margra beinist þó ekki að þeirri staðreynd að þau séu ekki lengur meðal keppenda, heldur þykir fólki ósanngjarnt að þau hafi yfir höfuð fengið að spreyta sig í þáttunum. Margir hafa bent á að þau eigi ekki erindi í keppnina vegna þess að þau séu atvinnufólk í sinni grein. Hanna Rún segir þetta hins vegar ekki rétt og bendir á að þau keppi í áhugamannaflokki. Þau fái ekki greitt fyrir þátttöku á mótum né heldur séu þau á launum sem dansarar. Heitar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Meðal annars á twitter:Meikar ekki sens að fólk sem er nú þegar frægt fái að taka þátt #pæling#IGT2 — Aníta Sif S (@anitabaxter96) March 29, 2015Mikið hefði verið þreytt og asnlegt að hafa Hönnu og Nikita í þessari keppni. Búin að vinna nóg. #atvinnumenn#igt2 — Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) March 29, 2015Það að Hanna og Nikita séu að keppa er eins og ef Bubbi Morthens væri að syngja á sviðinu en ekki í dómarasætinu #igt2 — Vigdís Pála Halldórs (@vigdispala) March 29, 2015 „Við greiðum allan kostnað við dansinn úr eigin vasa,“ segir Hanna Rún og bætir við að þau séu njóti mikillar blessuna þar sem fjölskyldur þeirra aðstoði eftir fremsta megni. „Við ætluðum okkur ekkert að taka þátt í þessu til að byrja með en vorum beðin um að koma inn. Þannig gengum við að því vísu að mega réttilega vera með,“ segir Hanna Rún. Netheimar hafa logað síðan parið dansaði og fólk ekki legið á skoðunum sínum. Sumir hverjir hafa lagt að jöfnu þátttöku parsins við að ef Bubbi Morthens hefði sjálfur stigið á svið sem þátttakandi í keppninni og gert sig líklegan til sigurs. Hanna Rún segir afar sárt hvernig fólk leyfi sér að tala um hana og Nikita, en þau hafi ekkert unnið sér til saka og þvert á móti, þau séu eins og aðrir að reyna að koma sér á kortið. „Við urðum að velja á milli Evrópumeistaramótsins og Ísland got talent vegna erfiðra flugaðstæðna um helgina. Úr varð að síðarnefnda keppnin varð fyrir valinu, ég sé mikið eftir því núna,“ útskýrir hún. Hanna Rún bendir jafnframt á að það hljóti að segja alla söguna, þar sem tíu milljóna króna verðlaunaféð hafi dregið þau að en til að fjármagna dansinn og komast upp um flokk verði þau að hafa til þess peninga. Staðan sé töluvert öðruvísi ef um atvinnudansara sé að ræða. „Það var gaman að geta glatt einhverja þarna úti sem höfðu gaman af okkur, en ég er farin að hallast að því að margir íslendingar séu afbrýðisamir og kunni einfaldlega ekki að samgleðjast. Þeir njóta þess að tala um það sem miður fer og hafa ekki hátt um það sem gengur vel.“
Ísland Got Talent Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Sjá meira