María Guðmundsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í stórsvigi kvenna á Skíðamóti Íslands í dag sem fram fer á Dalvík.
María var fyrst eftir fyrri ferðina og hélt forystunni eftir þá seinni, en Helga María Vilhjálmsdóttir náði bestum tíma í seinni ferðinni.
Samanlagt fór María ferðirnar tvær á 2:29,50 mínútum en Helga María var á 2:31.08 mínútum. Erla Ásgeirsdóttir varð þriðja á 2:33,28 mínútum.
María Guðmundsdóttir Íslandsmeistari í stórsvigi
Tómas Þór Þórðarson skrifar
