Af hefðbundnum hjónabandsskilningi Sunna Dóra Möller og Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 24. mars 2015 11:08 Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. Prestar mega neita samkynja pörum um hjónavígslu ef þeir telja „slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“ (þskj. 836/485. mál.). Ein hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi þann 27. júní árið 2010. Sama ár fór í gegnum kirkjuþing breyting á samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar, þar sem kafli um staðfesta samvist samkynhneigðra var felldur niður og orðalagi um hjónavígslu var breytt til samræmis við ný hjúskaparlög. Þannig lauk málinu formlega af hálfu kirkjunnar eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu á hjúskap samkynja para. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn til staðar það samviskufrelsi að prestar mega neita samkynja pörum um þjónustu út frá trúarsannfæringu. Trúarsannfæring er eðli málsins samkvæmt persónuleg og það er ekki ætlun greinarhöfunda að gera lítið úr þeirri sannfæringu sem býr í brjósti hvers og eins. Trúarsannfæring og samviska er háð uppeldi, þeirri trúarhefð sem við erum alin upp við, þeirri sýn sem við höfum á lífið og þeim hefðum sem við hljótum í arf. Hefðbundinn skilningur á kristnu hjónabandi er tvenns konar. Annarsvegar byggir hann á þeirri hugmynd að kynin séu sköpuð hvert fyrir annað og hinsvegar að hjónabandinu sé ætlað að bera ávöxt í afkomendum. Sá skilningur á sér langa sögu og byggir á andstæðuforsendu, þeirri hugmynd að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Kynin eru þannig álitin gagnstæð kynja-tvennd, sem felur um leið í sér hin rökin, að í getnaði afkomenda fullkomnist hjónabandið. Í þessum hugmyndum birtist aldagömul stigveldis- og karlaveldishugsun um valdaójafnvægi kynjanna. Með öðrum orðum byggir hefðbundinn hjónabandsskilningur kristinnar trúar á feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Það getur ekki verið ásættanlegt að á 21. öldinni sé haldið lífi í fólksfjölgunarrökum enda er það ekki bara útilokandi fyrir samkynja pör, heldur einnig þau sem pör sem geta ekki af einhverjum ástæðum eignast börn. Hjónabandsskilningur sem byggir á hugmyndum um andstæður kynjanna ýtir undir þær hugmyndir að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Slíkar hugmyndir eru útilokandi fyrir samkynja pör og hafa áhrif á víkjandi stöðu kvenna innan þeirrar stofnunar sem hjónabandið er. Þessi skilningur getur því ekki lengur talist ásættanlegur grunnur þegar við skilgreinum hjónaband, sem ætti að vera jafningjasamband tveggja fullveðja einstaklinga. Það er ábyrgð okkar sem samfélags, ábyrgð kirkjunnar og allra þeirra sem bera hag fólks fyrir brjósti, að taka þeirri áskorun sem felst í að endurskoða frá grunni hvað í hjónabandi felst. Við þurfum nýjan hugmyndaramma og um leið nýja skilgreiningu á hjónabandi, sem felur í sér einn veruleika fyrir alla, jafna stöðu kynjanna og umfaðmar samkynhneigða og gagnkynhneiða í senn. Formlega séð er réttur allra tryggður með einum hjúskaparlögum en það er okkar mat að fullnægjandi umræða um innihald hjónabandsins hafi enn ekki átt sér stað. Einn af ásteytingarsteinunum í þeirri umræðu innan kirkjunnar er sú kerfislæga mismunun sem felst í samviskufrelsi presta. Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þann 19. mars birtist grein í Fréttablaðinu sem ber heitið „Af samvisku presta“ þar sem rætt er um þá kerfislægu mismunun sem enn ríkir innan Þjóðkirkjunnar í garð hjónavígslu hinsegin fólks. Prestar mega neita samkynja pörum um hjónavígslu ef þeir telja „slíkt andstætt samvisku sinni og sannfæringu [að því gefnu] að prestar muni ekki synja af öðrum ástæðum en vegna trúarsannfæringar sinnar“ (þskj. 836/485. mál.). Ein hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi þann 27. júní árið 2010. Sama ár fór í gegnum kirkjuþing breyting á samþykktum um innri málefni Þjóðkirkjunnar, þar sem kafli um staðfesta samvist samkynhneigðra var felldur niður og orðalagi um hjónavígslu var breytt til samræmis við ný hjúskaparlög. Þannig lauk málinu formlega af hálfu kirkjunnar eftir áralanga baráttu fyrir viðurkenningu á hjúskap samkynja para. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er enn til staðar það samviskufrelsi að prestar mega neita samkynja pörum um þjónustu út frá trúarsannfæringu. Trúarsannfæring er eðli málsins samkvæmt persónuleg og það er ekki ætlun greinarhöfunda að gera lítið úr þeirri sannfæringu sem býr í brjósti hvers og eins. Trúarsannfæring og samviska er háð uppeldi, þeirri trúarhefð sem við erum alin upp við, þeirri sýn sem við höfum á lífið og þeim hefðum sem við hljótum í arf. Hefðbundinn skilningur á kristnu hjónabandi er tvenns konar. Annarsvegar byggir hann á þeirri hugmynd að kynin séu sköpuð hvert fyrir annað og hinsvegar að hjónabandinu sé ætlað að bera ávöxt í afkomendum. Sá skilningur á sér langa sögu og byggir á andstæðuforsendu, þeirri hugmynd að til að hjónaband sé gilt þurfi karl og konu. Kynin eru þannig álitin gagnstæð kynja-tvennd, sem felur um leið í sér hin rökin, að í getnaði afkomenda fullkomnist hjónabandið. Í þessum hugmyndum birtist aldagömul stigveldis- og karlaveldishugsun um valdaójafnvægi kynjanna. Með öðrum orðum byggir hefðbundinn hjónabandsskilningur kristinnar trúar á feðraveldishugmyndum og gagnkynhneigðarhyggju. Það getur ekki verið ásættanlegt að á 21. öldinni sé haldið lífi í fólksfjölgunarrökum enda er það ekki bara útilokandi fyrir samkynja pör, heldur einnig þau sem pör sem geta ekki af einhverjum ástæðum eignast börn. Hjónabandsskilningur sem byggir á hugmyndum um andstæður kynjanna ýtir undir þær hugmyndir að valdaójafnvægi sé kynferðislega aðlaðandi. Slíkar hugmyndir eru útilokandi fyrir samkynja pör og hafa áhrif á víkjandi stöðu kvenna innan þeirrar stofnunar sem hjónabandið er. Þessi skilningur getur því ekki lengur talist ásættanlegur grunnur þegar við skilgreinum hjónaband, sem ætti að vera jafningjasamband tveggja fullveðja einstaklinga. Það er ábyrgð okkar sem samfélags, ábyrgð kirkjunnar og allra þeirra sem bera hag fólks fyrir brjósti, að taka þeirri áskorun sem felst í að endurskoða frá grunni hvað í hjónabandi felst. Við þurfum nýjan hugmyndaramma og um leið nýja skilgreiningu á hjónabandi, sem felur í sér einn veruleika fyrir alla, jafna stöðu kynjanna og umfaðmar samkynhneigða og gagnkynhneiða í senn. Formlega séð er réttur allra tryggður með einum hjúskaparlögum en það er okkar mat að fullnægjandi umræða um innihald hjónabandsins hafi enn ekki átt sér stað. Einn af ásteytingarsteinunum í þeirri umræðu innan kirkjunnar er sú kerfislæga mismunun sem felst í samviskufrelsi presta. Hvort það standist lög að opinberir starfsmenn megi mismuna hjónaefnum í embættisverkum á grundvelli kynhneigðar vitum við ekki en samviskufrelsi presta stenst ekki það siðferðisviðmið sem skilgreinir hjónabandið út frá innihaldi, tengslum og ást jafningja sem leita blessunar Guðs fyrir samband sitt.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun