Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 19:15 Alltof snemmt er að segja til um tildrög þess að A320 Airbus þota GermanWings hrapaði í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Nú þegar er þó margt vitað um þetta afdrifaríka flug frá Barselóna til Dusseldorf. Fyrstu flugvélinni í A320 fjölskyldunni, sem einnig nær til A318, 319 og 321, var flogið í febrúar árið 1987. Flugvélin sem fórst í gær var smíðuð árið 1988 og verið í þjónustu GermanWings frá 1992. Aldur flugvélarinnar segir ekki alla söguna því það er viðhaldið sem skiptir öllu máli og í þeim efnum eiga GermanWings og móðurfélagið Lufthansa góðan feril. Rúmlega 6.400 flugvélar af þessari gerð hafa verið seldar frá upphafi og er hún með vinsælustu flugvélum heims til flugs á styttri vegalengdum meðal annars hingað til lands og flugvélar WOW AIR eru þessarar tegundar. Þúsundir pantana liggja fyrir hjá framleiðanda. Þá eru Airbus A320 flugvélarnar almennt taldar mjög öruggar, en frá upphafi hafa ellefu slys eða óhöpp þar sem einn eða fleiri hafa farist átt sér stað í rúmlega 79 milljón flugferðum á þessum flugvélum. Enn er alltof snemmt að segja til um orsakir slyssins en það er góðs viti að flugriti með hljóðupptökum hefur fundist og líklegt má telja að tækniriti flugvélarinar finnist einnig. Carsten Spohr, aðalforstjóri Lufthansa móðurfélags Germanwings, segir félagið gera allt sem það geti til að aðstoða ættingja og vini þeirra sem fórust, bæði fjárhgslega og með öðrum hætti. Frönsk flugmálayfirvöld stýra rannsókninni. „Við höfum alla sérfræðinga á slysstaðnum, frá frönskum og þýskum flugmálayfirvöldum og frá framleiðandanum Airbus. Þá eru sérfræðingar Lufthansa einnig til staðar. Ég tel því að allir bestu sérfræðingar í heiminum vinni nú að því að komast að því hvað gerðist þannig að tryggja megi að slys sem þetta endurtaki sig aldrei aftur,“ segir Spohr. Ein hugsanleg skýring á slysinu er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni og flugmenn og farþegar misst meðvitund. En þegar slíkt gerist lækka flugmenn flugið flugið mun hraðar en þarna var gert. Við skyndilegt og óvænt fall á loftþrýstingi falla súrefnisgrímur niður í farþegarými, þar sem súrefnið dugar í 12 til 14 mínútur. Flugmenn verða hins vegar sjálfir að setja á sig súrefnisgrímur og súrefnisbirgðir þeirra duga lengur. Eftir að hafa sett á sig grímurnar segja reglur að flugmenn eigi að lækka flugið niður fyrir tíu þúsund fet eins hratt og mögulegt er. Önnur skýring gæti verið að flugmenn hafi stillt leiðsögutæki flugvélarinnar vitlaust eða bilun komið upp í tækjunum. Veður var hins vegar með ágætum og því undarlegt að flugmennirnir tilkynntu ekkert til flugstjórnar þegar flugvélin tók að lækka flugið og stefndi á Alpana, að því gefnu að flugmennirnir hafi séð hvað var að gerast í tíma. Það er hins vegar talið mjög ólíklegt að um einhvers konar hryðjuverk eða viljaverk hafi verið að ræða. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Alltof snemmt er að segja til um tildrög þess að A320 Airbus þota GermanWings hrapaði í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Nú þegar er þó margt vitað um þetta afdrifaríka flug frá Barselóna til Dusseldorf. Fyrstu flugvélinni í A320 fjölskyldunni, sem einnig nær til A318, 319 og 321, var flogið í febrúar árið 1987. Flugvélin sem fórst í gær var smíðuð árið 1988 og verið í þjónustu GermanWings frá 1992. Aldur flugvélarinnar segir ekki alla söguna því það er viðhaldið sem skiptir öllu máli og í þeim efnum eiga GermanWings og móðurfélagið Lufthansa góðan feril. Rúmlega 6.400 flugvélar af þessari gerð hafa verið seldar frá upphafi og er hún með vinsælustu flugvélum heims til flugs á styttri vegalengdum meðal annars hingað til lands og flugvélar WOW AIR eru þessarar tegundar. Þúsundir pantana liggja fyrir hjá framleiðanda. Þá eru Airbus A320 flugvélarnar almennt taldar mjög öruggar, en frá upphafi hafa ellefu slys eða óhöpp þar sem einn eða fleiri hafa farist átt sér stað í rúmlega 79 milljón flugferðum á þessum flugvélum. Enn er alltof snemmt að segja til um orsakir slyssins en það er góðs viti að flugriti með hljóðupptökum hefur fundist og líklegt má telja að tækniriti flugvélarinar finnist einnig. Carsten Spohr, aðalforstjóri Lufthansa móðurfélags Germanwings, segir félagið gera allt sem það geti til að aðstoða ættingja og vini þeirra sem fórust, bæði fjárhgslega og með öðrum hætti. Frönsk flugmálayfirvöld stýra rannsókninni. „Við höfum alla sérfræðinga á slysstaðnum, frá frönskum og þýskum flugmálayfirvöldum og frá framleiðandanum Airbus. Þá eru sérfræðingar Lufthansa einnig til staðar. Ég tel því að allir bestu sérfræðingar í heiminum vinni nú að því að komast að því hvað gerðist þannig að tryggja megi að slys sem þetta endurtaki sig aldrei aftur,“ segir Spohr. Ein hugsanleg skýring á slysinu er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni og flugmenn og farþegar misst meðvitund. En þegar slíkt gerist lækka flugmenn flugið flugið mun hraðar en þarna var gert. Við skyndilegt og óvænt fall á loftþrýstingi falla súrefnisgrímur niður í farþegarými, þar sem súrefnið dugar í 12 til 14 mínútur. Flugmenn verða hins vegar sjálfir að setja á sig súrefnisgrímur og súrefnisbirgðir þeirra duga lengur. Eftir að hafa sett á sig grímurnar segja reglur að flugmenn eigi að lækka flugið niður fyrir tíu þúsund fet eins hratt og mögulegt er. Önnur skýring gæti verið að flugmenn hafi stillt leiðsögutæki flugvélarinnar vitlaust eða bilun komið upp í tækjunum. Veður var hins vegar með ágætum og því undarlegt að flugmennirnir tilkynntu ekkert til flugstjórnar þegar flugvélin tók að lækka flugið og stefndi á Alpana, að því gefnu að flugmennirnir hafi séð hvað var að gerast í tíma. Það er hins vegar talið mjög ólíklegt að um einhvers konar hryðjuverk eða viljaverk hafi verið að ræða.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira