Aron: Spinnast út frá fjárhagsstöðu félagsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2015 16:00 Aron Kristjánsson reynir að verja bikarmeistaratitilinn í Final 4 í Álaborg um helgina. vísir/daníel „Þetta er búið að vera í deiglunni í svolítinn tíma,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi um viðskilnað sinn við danska liðið KIF Kolding Köbenhavn.Eins og Vísir greindi frá í dag lætur Aron af störfum eftir tímabilið, en hversu lengi hefur Aron hugsað þetta? „Þetta fór af stað milli jóla og ný árs. Ég var samt ekkert undir pressu að ákveða mig strax en nú er búið að taka ákvörðun um þetta.“ Aron tók við liðinu á miðri síðustu leiktíð og gerði það að Danmerkur- og bikarmeisturum. Miklu hefur verið til tjaldað hjá KIF en nú þarf að draga saman seglin. „Þetta spinnast út frá fjárhagsstöðu félagsins. Það þarf að skera niður og þetta byrjar allt á því. Menn þurfa að skera niður í leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð og vanda til verka. Því verður leikmannahópurinn ekki með sömu breidd. Einnig þarf að skera niður í þjálfaramálum félagsins,“ segir Aron.Eins og kom fram í máli Arons hér aðeins fyrr í dag er hann ekki í viðræðum um áframhaldandi samning sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann hefur rætt við sitt gamla félag Hauka sem verða þjálfaralausir í lok tímabilsins. Aron mun ekki þjálfa Hauka eða annað íslenskt lið samhliða því að vera landsliðsþjálfari. En kannski kemur til greina að hann fari í sitt gamla fulla starf hjá HSÍ. Það hefur þó ekki verið rætt eins og fyrr segir. „Manni er annt um íslenskan handbolta en staðan á mér gagnvart HSÍ og A-liðinu þarf að koma í ljós. Það er samt ljós að maður bíður ekki fram í miðjan júní með að ákveðja sig,“ segir Aron. „Þegar ég fór út var fræðslustjórastarfið lagt niður og botninn datt aðeins úr uppbyggingunni sem var farið af stað. Eftirfylgnin minnkaði þannig það er ýmislegt sem þarf að rífa upp og efla svo framgangur íslensks handbolta verði sem mestur.“ „Ég setti upp afreksstefnu fyrir yngri landsliðin sem náðist ekki að klára,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
„Þetta er búið að vera í deiglunni í svolítinn tíma,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi um viðskilnað sinn við danska liðið KIF Kolding Köbenhavn.Eins og Vísir greindi frá í dag lætur Aron af störfum eftir tímabilið, en hversu lengi hefur Aron hugsað þetta? „Þetta fór af stað milli jóla og ný árs. Ég var samt ekkert undir pressu að ákveða mig strax en nú er búið að taka ákvörðun um þetta.“ Aron tók við liðinu á miðri síðustu leiktíð og gerði það að Danmerkur- og bikarmeisturum. Miklu hefur verið til tjaldað hjá KIF en nú þarf að draga saman seglin. „Þetta spinnast út frá fjárhagsstöðu félagsins. Það þarf að skera niður og þetta byrjar allt á því. Menn þurfa að skera niður í leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð og vanda til verka. Því verður leikmannahópurinn ekki með sömu breidd. Einnig þarf að skera niður í þjálfaramálum félagsins,“ segir Aron.Eins og kom fram í máli Arons hér aðeins fyrr í dag er hann ekki í viðræðum um áframhaldandi samning sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann hefur rætt við sitt gamla félag Hauka sem verða þjálfaralausir í lok tímabilsins. Aron mun ekki þjálfa Hauka eða annað íslenskt lið samhliða því að vera landsliðsþjálfari. En kannski kemur til greina að hann fari í sitt gamla fulla starf hjá HSÍ. Það hefur þó ekki verið rætt eins og fyrr segir. „Manni er annt um íslenskan handbolta en staðan á mér gagnvart HSÍ og A-liðinu þarf að koma í ljós. Það er samt ljós að maður bíður ekki fram í miðjan júní með að ákveðja sig,“ segir Aron. „Þegar ég fór út var fræðslustjórastarfið lagt niður og botninn datt aðeins úr uppbyggingunni sem var farið af stað. Eftirfylgnin minnkaði þannig það er ýmislegt sem þarf að rífa upp og efla svo framgangur íslensks handbolta verði sem mestur.“ „Ég setti upp afreksstefnu fyrir yngri landsliðin sem náðist ekki að klára,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira