„Það er mjög blint, sérstaklega í efri byggðu, og allt í gegnum höfuðborgina,“ segir Ómar en nokkur umferðarslys hafa verið síðustu klukkustundir. „Það er búið að vera fimm til sex óhöpp frá því klukkan tvö,“ segir hann.
Í tveimur tilvikum urðu minniháttar slys á fólki.
„Ef fólk þarf ekki að vera á ferðinni þá á það bara að halda sig innandyra og bíða. Þessu slotar með kvöldinu,“ segir Ómar. „Það er mikil hálka á götum og fólk þarf að fara mjög varlega ef það þarf að vera á ferðinni.“
Hér að ofan má sjá myndband frá aðstæðum upp í Grafarholti á fimmta tímanum í dag.

