Syndir mæðranna Hildur Björnsdóttir skrifar 11. mars 2015 11:30 Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós. Ég hafði fengið spurninguna oft áður, mun sennilega fá hana oft aftur og veit að ógrynni kvenna fær hana daglega. Í hvert sinn sem spurningin er borin upp finnst mér ég hafa verið svikin. Ég gerði allt sem þau sögðu. Allt sem ætlast var til af mér. Samt spyrja þau um svíðandi samviskubitið. Líkt og ég hafi gert eitthvað rangt. Líkt og ég hafi syndgað. Í uppeldi mínu var femínismi aldrei til umræðu. Ég veit í sjálfu sér ekki hver ástæðan var eða hvort það hafi verið ástæða yfir höfuð. Misrétti kynjanna var fjarskyldur frændi og þörf fyrir kvennabaráttu fullkomlega framandi. Allt í gegnum barnæsku mína, menntaskólaárin og háskólaárin gat ég ekki séð að kyn mitt hefði nokkra þýðingu aðra en líffræðilega. Aldrei fann ég til vanmáttarkenndar gagnvart gagnstæða kyninu og aldrei upplifði ég skerta möguleika vegna kyns. Aldrei. Ekki einu sinni. Snemma í barnæsku innrætum við stúlkum stóra drauma og háleitar hugmyndir. Framtíðin ógnarstór hvítur strigi. Möguleikarnir margvíslegir og tækifærin endalaus – þenjast út með alheiminum og eiga sér engin takmörk. Við hvetjum þær til að ganga menntaveginn, hafa metnað og stefna hátt. Við segjum samfélagið betra með fleiri konum við stjórnvölinn. Með fleiri konum í ábyrgðarstöðum. Með fleiri konum í efstu þrepunum. Þetta eru skilaboðin sem við sendum. Þetta eru skilaboðin sem þær fá. Hafandi móttekið þessi skilaboð frá blautu barnsbeini var það ákveðið áfall - raunar reiðarslag - þegar hulunni var svipt af raunveruleikanum og samfélagið tók niður grímuna. Þegar viðhorfin breyttust. Þegar ég varð móðir. Síðustu ár hef ég staðið frammi fyrir spurningum. Óteljandi spurningum sem draga heimsmynd mína í efa. Fólk virðist hafa af því djúpstæðar áhyggjur að móðir vinni fulla vinnu. Því virðist finnast sjálfsagt að konur klári nokkrar háskólagráður en læsi þær svo á myrkum stað þegar móðurhlutverkið knýr dyra. Því virðist finnast ég - og aðrar útivinnandi mæður - eiga eitthvað vantalað við samvisku okkar. Að ógleymdri sjálfselskunni. Annað sem ég hef heyrt áður. Þó Ísland standi framarlega á sviði kynjajafnréttis heyrist enn hringla í hlekkjunum sem takmarka svigrúm kvenna utan heimilisins. Sú takmörkun er ekki fólgin í skertum möguleikum á menntun og tækifærum. Öllu heldur viðhorfum. Viðhorfum til kvenna og kynjahlutverka. Viðhorfum sem virðast svo brennimerkt í þjóðarsálina að hvorki pendúlar né jónað vatn gætu sært úr þeim rotvarnarefnin. Ef við viljum sjá fleiri konur í fremstu víglínu - eða bara einhverri víglínu - þarf að breyta þessum viðhorfum. Viðhorfum sem sífellt setja konur í tapsætið. Viðhorfum sem skipa þeim að velja. Fjölskyldu eða frama. Ómögulegt sé að gera bæði án þess að bregðast á einhverri vígstöð. Það er kominn tími til að setja punkt aftan við vitleysuna. Á meðan maðurinn minn hefur ekki samviskubit hef ég ekki samviskubit. Á meðan maðurinn minn fær ekki spurninguna vil ég ekki spurninguna. Hættið að senda okkur þessi skilaboð. Hættið að spyrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Úlfar í trúargæru Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. 19. janúar 2015 11:36 Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós. Ég hafði fengið spurninguna oft áður, mun sennilega fá hana oft aftur og veit að ógrynni kvenna fær hana daglega. Í hvert sinn sem spurningin er borin upp finnst mér ég hafa verið svikin. Ég gerði allt sem þau sögðu. Allt sem ætlast var til af mér. Samt spyrja þau um svíðandi samviskubitið. Líkt og ég hafi gert eitthvað rangt. Líkt og ég hafi syndgað. Í uppeldi mínu var femínismi aldrei til umræðu. Ég veit í sjálfu sér ekki hver ástæðan var eða hvort það hafi verið ástæða yfir höfuð. Misrétti kynjanna var fjarskyldur frændi og þörf fyrir kvennabaráttu fullkomlega framandi. Allt í gegnum barnæsku mína, menntaskólaárin og háskólaárin gat ég ekki séð að kyn mitt hefði nokkra þýðingu aðra en líffræðilega. Aldrei fann ég til vanmáttarkenndar gagnvart gagnstæða kyninu og aldrei upplifði ég skerta möguleika vegna kyns. Aldrei. Ekki einu sinni. Snemma í barnæsku innrætum við stúlkum stóra drauma og háleitar hugmyndir. Framtíðin ógnarstór hvítur strigi. Möguleikarnir margvíslegir og tækifærin endalaus – þenjast út með alheiminum og eiga sér engin takmörk. Við hvetjum þær til að ganga menntaveginn, hafa metnað og stefna hátt. Við segjum samfélagið betra með fleiri konum við stjórnvölinn. Með fleiri konum í ábyrgðarstöðum. Með fleiri konum í efstu þrepunum. Þetta eru skilaboðin sem við sendum. Þetta eru skilaboðin sem þær fá. Hafandi móttekið þessi skilaboð frá blautu barnsbeini var það ákveðið áfall - raunar reiðarslag - þegar hulunni var svipt af raunveruleikanum og samfélagið tók niður grímuna. Þegar viðhorfin breyttust. Þegar ég varð móðir. Síðustu ár hef ég staðið frammi fyrir spurningum. Óteljandi spurningum sem draga heimsmynd mína í efa. Fólk virðist hafa af því djúpstæðar áhyggjur að móðir vinni fulla vinnu. Því virðist finnast sjálfsagt að konur klári nokkrar háskólagráður en læsi þær svo á myrkum stað þegar móðurhlutverkið knýr dyra. Því virðist finnast ég - og aðrar útivinnandi mæður - eiga eitthvað vantalað við samvisku okkar. Að ógleymdri sjálfselskunni. Annað sem ég hef heyrt áður. Þó Ísland standi framarlega á sviði kynjajafnréttis heyrist enn hringla í hlekkjunum sem takmarka svigrúm kvenna utan heimilisins. Sú takmörkun er ekki fólgin í skertum möguleikum á menntun og tækifærum. Öllu heldur viðhorfum. Viðhorfum til kvenna og kynjahlutverka. Viðhorfum sem virðast svo brennimerkt í þjóðarsálina að hvorki pendúlar né jónað vatn gætu sært úr þeim rotvarnarefnin. Ef við viljum sjá fleiri konur í fremstu víglínu - eða bara einhverri víglínu - þarf að breyta þessum viðhorfum. Viðhorfum sem sífellt setja konur í tapsætið. Viðhorfum sem skipa þeim að velja. Fjölskyldu eða frama. Ómögulegt sé að gera bæði án þess að bregðast á einhverri vígstöð. Það er kominn tími til að setja punkt aftan við vitleysuna. Á meðan maðurinn minn hefur ekki samviskubit hef ég ekki samviskubit. Á meðan maðurinn minn fær ekki spurninguna vil ég ekki spurninguna. Hættið að senda okkur þessi skilaboð. Hættið að spyrja.
Úlfar í trúargæru Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. 19. janúar 2015 11:36
Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar