Veðurstofa Íslands varar við stormi, meðalvindi yfir 20 metrum á sekúndu, í dag. Síðdegis má búast við stormi um landið sunnan- og vestanvert, en austanlands í kvöld. Á morgun er gert ráð fyrir roki eða ofsaveðri, meðalvind 24-30 metrum á sekúndu, fram eftir dagi.
Þá er búist við mikilli úrkomu sunnan- og suðaustanlands næstu tvo daga. Á morgun, laugardag, er von á enn verra veðri á öllu landinu, frá morgni þar til síðdegis. Veðurstofan varar því við ferðalögum milli landshluta.
Færð og aðstæður
Það er hálka á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eða hálka er víða á Suðurlandi. Þungfært er á efrihluta Landvegar.
Hálka, hálkublettir eða krapi er víða á Vesturlandi en þæfingur er á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði.
Snjóþekja eða hálka er á flestum vegum á Vestfjörðum en þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og ófært um Þröskulda og Kleifaheiði. Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og víða skafrenningur. Hálka og snjóþekja er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum líkt og á flestum vegum á Austurlandi. Þungfært og skafrenningur er á Fjarðarheiði en flughált er á Oddsskarði. Hálkublettir eru víða á Suðausturlandi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Laugardagur
Sunnan 23-30 og talsverð rigning á S- og SA-landi en snýst í suðvestan 15-23 undir kvöld með éljum um landið V-vert. Hiti 4 til 10 stig, en kólnar þegar líður á daginn, fyrst V-lands. Hiti um frostmark um kvöldið.
Sunnudagur
Suðlæg átt, lengst af 5-13 m/s, en hvessir er líður á daginn og hvassviðri eða stormur um kvöldið með talsverðri rigningu SA-til. Víða slydda og síðar rigning og hlýnandi veður, en hiti um frostmark NV-til og snjókoma.
Mánudagur
Ákveðin suðlæg átt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið um landið N-vert. Lægir seinnipartinn með éljum vestantil. Hiti 1 til 6 stig, en kólnar seinnipartinn.
Þriðjudagur
Norðlæg eða breytileg átt, víða fremur hæg, með éljum í flestum landshlutum. Hiti kringum frostmark.
Veðurvefur Vísis
