Innlent

Hús rýmd á Ísafirði vegna snjóflóðahættu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Ísafirði
Frá Ísafirði vísir/pjetur
Sjö hús í Kjarrholti á Ísafirði hafa verið rýmd vegna snjóflóðahættu. Hjá lögreglunni á Ísafirði fást þær upplýsingar að þau séu enn inn á hættusvæði þegar snjósöfnun er á þessum stað.

„Það er rosaleg hláka og mikill vindur en ekki mikil rigning,“ segir Sóley Guðfinna Arnórsdóttir íbúi við götuna. Þegar fréttastofa náði á henni tali var hún búin að yfirgefa hús sitt ásamt fjölskyldu sinni og komin í skjól heim til móður sinnar.

„Ef maður horfir upp í fjallið þá sér maður að það þarf ekki mikið til að eitthvað fari af stað. Það hafa farið af stað nokkrar litlar spýjur og vonandi verður það það eina sem gerist.“ Sóley segir að hún viti ekki hvenær þau fái að snúa aftur til heimilis síns en hún telur enga hættu á öðru að þangað til muni þau vera í góðu yfirlæti hjá móður sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×