Enski boltinn

Emil lagði upp enn eitt markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil hefur verið að spila vel að undanförnu.
Emil hefur verið að spila vel að undanförnu. vísir/getty
Emil Hallfreðsson var sem fyrr í byrjunarliði Hellas Verona sem vann frábæran sigur á Napoli í ítölsku knattspyrnunni í dag, 2-0. Emil spilaði allan leikinn fyrir Hellas.

Markamaskínan Luca Toni kom Hellas yfir eftir sjö mínútna leik og þannig stóðu leikar í hálfleik. Þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Toni aftur, nú eftir undirbúning frá Hafnfirðingnum.

Lokatölur urðu eins og fyrr segir 2-0, en Emil hefur verið að leika frábærlega með Hellas á undanförnum vikum. Hann hefur lagt upp fimm mörk á síðustu vikum og spilað stórt hlutverk hjá Hellas.

Hellas er í fjórtánda sætinu með 32 stig, en Napoli er í fjórða sætinu í mikilli baráttu við Lazio um síðasta Meistaradeildarsætið. Tapið því súrt fyrir Napoli, en mikilvægt fyrir Emil og félaga.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið að Emil sé að spila vel, en hann hefur spilað vel með landsliðinu það sem af er þessari undankeppni. Ísland mætir Kazakhstan í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×