Pútín sést loks opinberlega Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2015 10:06 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Almazbek Atambayev, forseta Kirgisistans, funda nú í Pétursborg. Vísir/Twitter Vladimír Pútin og Almazbek Atambayev, forseti Kirgisistans, funda nú í Pétursborg, en þetta er í fyrsta sinn sem Pútín sést opinberlega frá 5. mars síðastliðinn. Aðspurður um ástæður þess að hann hafi ekki sést opinberlega síðustu daga sagði Pútín: „Lífið hafði verið leiðinlegt án slúðurs.“ Atambayev sagði Pútín vera við hestaheilsu og hafi sjálfur setið undir stýri og ekið honum um Pétursborg. AP segir Pútín þó hafa verið fölan í framan. Mikil spenna ríkti fyrir fund forsetanna enda höfðu vangaveltur verið uppi um forsetann þar sem menn veltu því fyrir sér hvort valdarán hafi verið framið í Moskvu, hvort hann væri veikur, hvort hann hefði tekið sér nokkurra daga frí þar sem hann hafi verið að eignast barn eða hvort hann væri yfir höfuð á lífi. Að sögn FlightRadar 24 lenti forsetavél forsetans í Pétursborg í morgun. Varnarmálaráðherra Rússlands greindi frá því í morgun að Pútín væri starfandi og hann hafi fyrirskipað fjölmenna heræfingu í Norður-Íshafi í morgun. Á vef Independent kemur fram að óháða rússneska sjónvarpsstöðin Dozhd TV hafi greint frá því að Pútín hafi verið með flensu síðustu daga og því ekkert látið á sér bera. Þar kemur fram að hann hafi í veikindum sínum dvalið í húsakynnum sínum í Valdai, skammt frá Moskvu. Rússneskir blaðamenn telja margir þetta líklegustu skýringuna þar sem sérstöku flugbannsvæði var komið á í kringum húsakynni forsetans.Теперь мы ждем в другом зале. Гораздо более красивом pic.twitter.com/2q1kfOwSPJ— Дмитрий Смирнов (@dimsmirnov175) March 16, 2015 Позвали в зал, где будет встреча. Сейчас начнется pic.twitter.com/STdwomjdLq— Дмитрий Смирнов (@dimsmirnov175) March 16, 2015 Встреча Путина и Атамбаева началась pic.twitter.com/Fv9mLwy9dw— Дмитрий Смирнов (@dimsmirnov175) March 16, 2015 Судя по лицу Атамбаева, рукопожатие и Путина крепкое pic.twitter.com/OVlolpIdmn— Дмитрий Смирнов (@dimsmirnov175) March 16, 2015 Russian government aircraft, often used by Mr Putin, just landed in St. Petersburg http://t.co/2MAVVx5nyJ pic.twitter.com/wvjbODL3Du— Flightradar24 (@flightradar24) March 16, 2015 Another Russian government aircraft flying from Moscow to St. Petersburg http://t.co/IRIpP5k8VZ pic.twitter.com/LpoS1SlR0D— Flightradar24 (@flightradar24) March 16, 2015 Kirgistan Rússland Tengdar fréttir Ráðast gegn blekkingum Pútíns Leiðtogar Evrópusambandsins undirbúa áróðursstríð. 12. mars 2015 07:00 Loftið í Kreml sagt vera lævi blandið Hávær orðrómur um veikindi Pútíns fór af stað í vikunni eftir óvenjulanga fjarveru hans frá fjölmiðlum. Aðrir velta fyrir sér hvort harðvítugar innherjadeilur standi nú yfir í Kreml og hallarbylting sé jafnvel í vændum. Vandi er um slíkt að spá. 14. mars 2015 13:00 Greindu frá því hvað Putin ræddi á fundi sem er ekki byrjaður Vladimir Putin hefur ekki sést opinberlega síðan 5. mars og eru fréttastofur í Rússlandi farnar að segja fréttir af honum sem ekki hafa orðið. 14. mars 2015 19:36 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Vladimír Pútin og Almazbek Atambayev, forseti Kirgisistans, funda nú í Pétursborg, en þetta er í fyrsta sinn sem Pútín sést opinberlega frá 5. mars síðastliðinn. Aðspurður um ástæður þess að hann hafi ekki sést opinberlega síðustu daga sagði Pútín: „Lífið hafði verið leiðinlegt án slúðurs.“ Atambayev sagði Pútín vera við hestaheilsu og hafi sjálfur setið undir stýri og ekið honum um Pétursborg. AP segir Pútín þó hafa verið fölan í framan. Mikil spenna ríkti fyrir fund forsetanna enda höfðu vangaveltur verið uppi um forsetann þar sem menn veltu því fyrir sér hvort valdarán hafi verið framið í Moskvu, hvort hann væri veikur, hvort hann hefði tekið sér nokkurra daga frí þar sem hann hafi verið að eignast barn eða hvort hann væri yfir höfuð á lífi. Að sögn FlightRadar 24 lenti forsetavél forsetans í Pétursborg í morgun. Varnarmálaráðherra Rússlands greindi frá því í morgun að Pútín væri starfandi og hann hafi fyrirskipað fjölmenna heræfingu í Norður-Íshafi í morgun. Á vef Independent kemur fram að óháða rússneska sjónvarpsstöðin Dozhd TV hafi greint frá því að Pútín hafi verið með flensu síðustu daga og því ekkert látið á sér bera. Þar kemur fram að hann hafi í veikindum sínum dvalið í húsakynnum sínum í Valdai, skammt frá Moskvu. Rússneskir blaðamenn telja margir þetta líklegustu skýringuna þar sem sérstöku flugbannsvæði var komið á í kringum húsakynni forsetans.Теперь мы ждем в другом зале. Гораздо более красивом pic.twitter.com/2q1kfOwSPJ— Дмитрий Смирнов (@dimsmirnov175) March 16, 2015 Позвали в зал, где будет встреча. Сейчас начнется pic.twitter.com/STdwomjdLq— Дмитрий Смирнов (@dimsmirnov175) March 16, 2015 Встреча Путина и Атамбаева началась pic.twitter.com/Fv9mLwy9dw— Дмитрий Смирнов (@dimsmirnov175) March 16, 2015 Судя по лицу Атамбаева, рукопожатие и Путина крепкое pic.twitter.com/OVlolpIdmn— Дмитрий Смирнов (@dimsmirnov175) March 16, 2015 Russian government aircraft, often used by Mr Putin, just landed in St. Petersburg http://t.co/2MAVVx5nyJ pic.twitter.com/wvjbODL3Du— Flightradar24 (@flightradar24) March 16, 2015 Another Russian government aircraft flying from Moscow to St. Petersburg http://t.co/IRIpP5k8VZ pic.twitter.com/LpoS1SlR0D— Flightradar24 (@flightradar24) March 16, 2015
Kirgistan Rússland Tengdar fréttir Ráðast gegn blekkingum Pútíns Leiðtogar Evrópusambandsins undirbúa áróðursstríð. 12. mars 2015 07:00 Loftið í Kreml sagt vera lævi blandið Hávær orðrómur um veikindi Pútíns fór af stað í vikunni eftir óvenjulanga fjarveru hans frá fjölmiðlum. Aðrir velta fyrir sér hvort harðvítugar innherjadeilur standi nú yfir í Kreml og hallarbylting sé jafnvel í vændum. Vandi er um slíkt að spá. 14. mars 2015 13:00 Greindu frá því hvað Putin ræddi á fundi sem er ekki byrjaður Vladimir Putin hefur ekki sést opinberlega síðan 5. mars og eru fréttastofur í Rússlandi farnar að segja fréttir af honum sem ekki hafa orðið. 14. mars 2015 19:36 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Loftið í Kreml sagt vera lævi blandið Hávær orðrómur um veikindi Pútíns fór af stað í vikunni eftir óvenjulanga fjarveru hans frá fjölmiðlum. Aðrir velta fyrir sér hvort harðvítugar innherjadeilur standi nú yfir í Kreml og hallarbylting sé jafnvel í vændum. Vandi er um slíkt að spá. 14. mars 2015 13:00
Greindu frá því hvað Putin ræddi á fundi sem er ekki byrjaður Vladimir Putin hefur ekki sést opinberlega síðan 5. mars og eru fréttastofur í Rússlandi farnar að segja fréttir af honum sem ekki hafa orðið. 14. mars 2015 19:36