Líklega skýjað á föstudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2015 11:45 Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Vísir/Getty/GVA Heilt yfir er spáð því að skýjað verði yfir stærstum hluta Íslands á föstudagsmorguninn. Þá mun mesti sólmyrkvi yfir Íslandi í 61 ár eiga sér stað. Sólmyrkvagleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hefur verið að selja eru nú uppseld. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, er ekki spáð úrkomu á föstudaginn og því verða skýin væntanlega ekki þykk yfir landinu. Þó er nú von á einhverjum götum á skýjunum en mestar líkur eru á þeim á Norðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu er talið að himininn verði hulinn skýjum að mestu, en þó ætti fólk að sjá birtubreytinguna vel. Verði skýin ekki þykk það er að segja.Allt í lagi verði skýin þunn Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að verði skýjað sé það í lagi, á meðan sólin sjáist í gegnum og á milli skýjanna. „Þetta stendur yfir í tvo klukkutíma. Ef maður sér eitthvað á því tímabili þá er það í góðu lagi. Þá geta skýin gert fólki kleyft að horfa beint á sólmyrkvann í gegnum þau,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann segir að sólmyrkvagleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá seldu séu nú uppseld.Uppseld í Evrópu „Við fengum 72 þúsund stykki og þau eru öll farin. Eftirspurnin er margfalt meiri heldur en nokkurn tímann framboðið og ekki nóg með það, þá eru gleraugun uppseld í Evrópu allri. Þannig að við gátum ekki fengið fleiri gleraugu frá framleiðendum. Það er allt búið alls staðar.“ Sævar Helgi segir að rafsuðugler sé næst besta lausnin, en mögulegt sé að beita ýmsum leiðum. Ein slík sé svokölluð sólvörpun. Þá er lítið gat stungið á pappa og honum haldið upp að sólu. Þá skín sólin í gegnum gatið og varpar mynd á jörðina.Hættulegt að horfa í sólina „Það er alltaf hættulegt að horfa á sólina. Það er ekki hættulegra í sólmyrkva en aðra daga, en fólk er líklegra til að freistast til þess að reyna að sjá. Fólk verður bara að fara varlega og ef einhver annar er með sólmyrkvagleraugu á staðnum, þá verður bara að deila þeim.“ Sævar Helgi mælir sérstaklega með því að fólk verði utandyra þegar sólmyrkvinn hefst, til að upplifa það þegar dimmir vegna sólmyrkvans. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum er þetta mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Síðan 1954 hefur tunglið mest náð að hylja 77 prósent af sólinni, árin 1986, 1979 og 1971. Við hringmyrkvann 2003 huldi tunglið mest 94 prósent sólar. Sólmyrkvinn mun standa yfir í um tvær klukkustundir en í Reykjavík hefst hann um 8:38 á föstudagsmorgun. Hann mun ná hámarki klukkan 9:37 og ljúka klukkan 10:39. Einni til tveimur mínútum getur munað annars staðar á Íslandi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5 prósent sólar en 99,4 prósent á Austurlandi. Frekari upplýsingar um sólmyrkvann má sjá hér á Stjörnufræðivefnum. Veður Tengdar fréttir Sólmyrkvagleraugun á leið í alla grunnskóla Nemendur í Rimaskóla verða þeir fyrstu sem fá gleraugun afhent. 12. mars 2015 07:40 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. 20. febrúar 2015 11:31 Þúsundir stefna til landsins vegna sólmyrkva Von er á fjórum skemmtiferðarskipum til landsins vegna sólmyrkva síðar í mánuðinum. Stjörnuskoðunar áhugamenn hafa keypt 66 þúsund gleraugu. 4. mars 2015 20:00 Með 66 þúsund sólmyrkvagleraugu í bílskúrnum Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum komu hingað til lands á þriðjudag og verða afhent öllum grunnskólabörnum landsins. 27. febrúar 2015 13:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Heilt yfir er spáð því að skýjað verði yfir stærstum hluta Íslands á föstudagsmorguninn. Þá mun mesti sólmyrkvi yfir Íslandi í 61 ár eiga sér stað. Sólmyrkvagleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hefur verið að selja eru nú uppseld. Samkvæmt veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, er ekki spáð úrkomu á föstudaginn og því verða skýin væntanlega ekki þykk yfir landinu. Þó er nú von á einhverjum götum á skýjunum en mestar líkur eru á þeim á Norðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu er talið að himininn verði hulinn skýjum að mestu, en þó ætti fólk að sjá birtubreytinguna vel. Verði skýin ekki þykk það er að segja.Allt í lagi verði skýin þunn Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að verði skýjað sé það í lagi, á meðan sólin sjáist í gegnum og á milli skýjanna. „Þetta stendur yfir í tvo klukkutíma. Ef maður sér eitthvað á því tímabili þá er það í góðu lagi. Þá geta skýin gert fólki kleyft að horfa beint á sólmyrkvann í gegnum þau,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann segir að sólmyrkvagleraugu sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá seldu séu nú uppseld.Uppseld í Evrópu „Við fengum 72 þúsund stykki og þau eru öll farin. Eftirspurnin er margfalt meiri heldur en nokkurn tímann framboðið og ekki nóg með það, þá eru gleraugun uppseld í Evrópu allri. Þannig að við gátum ekki fengið fleiri gleraugu frá framleiðendum. Það er allt búið alls staðar.“ Sævar Helgi segir að rafsuðugler sé næst besta lausnin, en mögulegt sé að beita ýmsum leiðum. Ein slík sé svokölluð sólvörpun. Þá er lítið gat stungið á pappa og honum haldið upp að sólu. Þá skín sólin í gegnum gatið og varpar mynd á jörðina.Hættulegt að horfa í sólina „Það er alltaf hættulegt að horfa á sólina. Það er ekki hættulegra í sólmyrkva en aðra daga, en fólk er líklegra til að freistast til þess að reyna að sjá. Fólk verður bara að fara varlega og ef einhver annar er með sólmyrkvagleraugu á staðnum, þá verður bara að deila þeim.“ Sævar Helgi mælir sérstaklega með því að fólk verði utandyra þegar sólmyrkvinn hefst, til að upplifa það þegar dimmir vegna sólmyrkvans. Samkvæmt Stjörnufræðivefnum er þetta mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Síðan 1954 hefur tunglið mest náð að hylja 77 prósent af sólinni, árin 1986, 1979 og 1971. Við hringmyrkvann 2003 huldi tunglið mest 94 prósent sólar. Sólmyrkvinn mun standa yfir í um tvær klukkustundir en í Reykjavík hefst hann um 8:38 á föstudagsmorgun. Hann mun ná hámarki klukkan 9:37 og ljúka klukkan 10:39. Einni til tveimur mínútum getur munað annars staðar á Íslandi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5 prósent sólar en 99,4 prósent á Austurlandi. Frekari upplýsingar um sólmyrkvann má sjá hér á Stjörnufræðivefnum.
Veður Tengdar fréttir Sólmyrkvagleraugun á leið í alla grunnskóla Nemendur í Rimaskóla verða þeir fyrstu sem fá gleraugun afhent. 12. mars 2015 07:40 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. 20. febrúar 2015 11:31 Þúsundir stefna til landsins vegna sólmyrkva Von er á fjórum skemmtiferðarskipum til landsins vegna sólmyrkva síðar í mánuðinum. Stjörnuskoðunar áhugamenn hafa keypt 66 þúsund gleraugu. 4. mars 2015 20:00 Með 66 þúsund sólmyrkvagleraugu í bílskúrnum Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum komu hingað til lands á þriðjudag og verða afhent öllum grunnskólabörnum landsins. 27. febrúar 2015 13:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Sólmyrkvagleraugun á leið í alla grunnskóla Nemendur í Rimaskóla verða þeir fyrstu sem fá gleraugun afhent. 12. mars 2015 07:40
Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27
Fjögur skemmtiferðaskip koma vegna sólmyrkva og norðurljósa Fjögur skemmtiferðaskip með á fjórða þúsund farþega munu koma til Íslands sérstaklega vegna sólmyrkvans 20. mars og norðurljósanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá TVG-Zimsen. 20. febrúar 2015 11:31
Þúsundir stefna til landsins vegna sólmyrkva Von er á fjórum skemmtiferðarskipum til landsins vegna sólmyrkva síðar í mánuðinum. Stjörnuskoðunar áhugamenn hafa keypt 66 þúsund gleraugu. 4. mars 2015 20:00
Með 66 þúsund sólmyrkvagleraugu í bílskúrnum Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum komu hingað til lands á þriðjudag og verða afhent öllum grunnskólabörnum landsins. 27. febrúar 2015 13:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent