„Samkvæmt spám eru nær eingöngu þunn háský og sést sólin vel í gegnum þau. Á Austurlandi og norðausturlandi verður líklega alskýjað,“ segir Haraldur í samtali við Vísi.
Sólmyrkvinn sem um ræðir verður sá mesti á Íslandi í 61 ár. Hann mun standa yfir í um tvær klukkustundir en í Reykjavík hefst hann klukkan 8.38 í fyrramálið. Sólmyrkvinn mun ná hámarki klukkan 9.37 og ljúka klukkan 10.39. Einni til tveimur mínútum getur munað annars staðar á Íslandi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5 prósent sólar en 99,4 prósent á Austurlandi. Frekari upplýsingar um sólmyrkvann má sjá hér á Stjörnufræðivefnum.