Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2015 19:57 Utanríkisráðherra segir ekki skipta öllu máli hvaða orð menn noti; draga til baka, hætta, slíta eða klára - aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið. Undarlegt sé ef Evrópusambandið taki ekki mark á því. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sagði í fréttum okkar í gær að sambandið hefði móttekið bréf utanríkisráðherra og það væri Íslendinga sjálfra sem fullvalda þjóðar að ákveða samskipti sín við sambandið. „Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Utanríkisráðherra segir bréf hans alveg skýrt. „Ég bíð bara mjög rólegur eftir því að það komi vonandi einhvers konar formleg afgreiðsla eða túlkun frá Evrópusambandinu. Ég hef ekki trú á öðru en Evrópusambandið virði lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi. Annað væri hneyksli fyrir Evrópusambandið. Þannig að ég hef í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sem sat árið 2009 hefði ekki þurft stuðning þingsins fyrir aðildarumsókninni þá, þótt þingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt hana. Núverandi ríkisstjórn þurfi ekki heldur að fá samþykkt þingsins fyrir því að ljúka viðræðunum. Sir. Michael Leigh fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins segir tvískinnung ríkja í bréfi utanríkisráðherra; eins og hann vildi bæði eiga kökuna og borða hana. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða orð þú notar. Hvort þú notar að draga til baka, hætta, slíta eða klára eða enda. Það sem við segjum einfaldlega í okkar bréfi er að þessum viðræðum er lokið. Það er kominn endapunktur fyrir aftan. Íslensk stjórnvöld í dag líta ekki á okkur sem umsóknarríki og við ætlumst til að Evrópusambandið bregðist við því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í dag um framkvæmd utanríkisstefnunnar en sagði lítið um Evrópusambandið. Hann ræddi því meira um borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar og öryggismál. Í skýrslunni kom fram að íslenska utanríkisþjónustan væri sú minnsta í Evrópu. Utanríkisráðherra segir hins vegar eftirspurnina eftir þjónustu utanríkisþjónustunnar mikla. Það kosti einnig sitt að taka þátt í ýmsu alþjóðastarfi og framfylgja stórum samningum eins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Miðað við það álag og eftirspurn sem er eftir þjónustunni hjá utanríkisþjónustunni er nauðsynlegt að bæta í ef við getum hjá þessu góða starfsfólki sem við höfum í dag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir „Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43 Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ekki skipta öllu máli hvaða orð menn noti; draga til baka, hætta, slíta eða klára - aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið. Undarlegt sé ef Evrópusambandið taki ekki mark á því. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sagði í fréttum okkar í gær að sambandið hefði móttekið bréf utanríkisráðherra og það væri Íslendinga sjálfra sem fullvalda þjóðar að ákveða samskipti sín við sambandið. „Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Utanríkisráðherra segir bréf hans alveg skýrt. „Ég bíð bara mjög rólegur eftir því að það komi vonandi einhvers konar formleg afgreiðsla eða túlkun frá Evrópusambandinu. Ég hef ekki trú á öðru en Evrópusambandið virði lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi. Annað væri hneyksli fyrir Evrópusambandið. Þannig að ég hef í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sem sat árið 2009 hefði ekki þurft stuðning þingsins fyrir aðildarumsókninni þá, þótt þingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt hana. Núverandi ríkisstjórn þurfi ekki heldur að fá samþykkt þingsins fyrir því að ljúka viðræðunum. Sir. Michael Leigh fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins segir tvískinnung ríkja í bréfi utanríkisráðherra; eins og hann vildi bæði eiga kökuna og borða hana. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða orð þú notar. Hvort þú notar að draga til baka, hætta, slíta eða klára eða enda. Það sem við segjum einfaldlega í okkar bréfi er að þessum viðræðum er lokið. Það er kominn endapunktur fyrir aftan. Íslensk stjórnvöld í dag líta ekki á okkur sem umsóknarríki og við ætlumst til að Evrópusambandið bregðist við því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í dag um framkvæmd utanríkisstefnunnar en sagði lítið um Evrópusambandið. Hann ræddi því meira um borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar og öryggismál. Í skýrslunni kom fram að íslenska utanríkisþjónustan væri sú minnsta í Evrópu. Utanríkisráðherra segir hins vegar eftirspurnina eftir þjónustu utanríkisþjónustunnar mikla. Það kosti einnig sitt að taka þátt í ýmsu alþjóðastarfi og framfylgja stórum samningum eins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Miðað við það álag og eftirspurn sem er eftir þjónustunni hjá utanríkisþjónustunni er nauðsynlegt að bæta í ef við getum hjá þessu góða starfsfólki sem við höfum í dag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir „Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43 Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
„Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43
Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13
Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15
ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51