Aron: Ef einhver getur gert þetta er það Óli Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2015 17:41 Aron Kristjánsson fær hjálp frá Óla Stef. vísir/eva björk/epa „Óli kemur til okkar á miðvikudaginn og mætir á æfingu á fimmtudaginn. Þetta er mjög spennandi,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn, við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í dag ætlar Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, að taka fram skóna og æfa með danska liðinu næstu daga. Takmarkið er að hann spili tvo leiki með KIF í Meistaradeildinni gegn króatíska stórliðinu Zagreb. „Þessi hugmynd byrjaði að fæðast eftir leikinn okkar gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Svo hafði ég samband við hann eftir leik gegn Alingsås fyrir svona tveimur vikum,“ segir Aron Kristjánsson við Vísi. Ólafur ætlar að reyna að hjálpa landsliðsþjálfaranum því KIF-liðið er í miklum meiðslavandræðum. Sænska stórskyttan Kim Andersson er á meiðslalista og spilar ekki leikina gegn Zagreb. „Kim meiddist á HM og hefur átt í vandræðum með öxlina á sér. Hann hefur mest spilað vörn og hraðaupphlaup en lítið getað skotið nema af stuttu færi. Svo hafa Bo Spelleberg og hin vinstri skyttan verið meiddir. Okkur vantar hægri skyttu með reynslu,“ segir Aron. „Við ákváðum að tryggja það, að við værum með eins sterkt lið og mögulegt er. Við vildum ekki vera háðir því að spila á Kim. Ef það er einhver sem getur komið inn með svona stuttum fyrirvara er það Óli.“Ólafur spilaði með AG Kaupmannahöfn áður en það fór í þrot og sameinaðist KIF Koldingvísir/epaÓlafur spilaði síðast handboltaleik með íslenska landsliðinu 16. júní 2013. Hann skoraði þá átta mörg og átti um tíu stoðsendingar í tíu marka sigri á Rúmenum í undankeppni EM 2014. „Óli hefur yfirburða leikskilning og hann er það síðasta til að fara hjá þér. Hann verður eiginlega bara betri og betri eftir því sem þú verður eldri. Það sem er fyrst að fara er sprengikrafturinn,“ segir Aron um standið á Ólafi. „Óli er í fínu formi og nú þarf bara að sjá hvort hann er í boltaformi. Hann er aðeins búinn að vera að leika sér í bolta heima eftir að ég talaði við hann fyrst.“ „Við sjáum bara til hvernig standi hann er í og ef hann er klár þá kýlir hann á þetta með okkur. Hann verður samt fyrstur til að viðurkenna ef hann er ekki klár í verkefnið. Takmarkið er heldur ekkert að hann spili allan leikinn heldur komi inn, leysi af og stilli upp í skot fyrir okkur,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
„Óli kemur til okkar á miðvikudaginn og mætir á æfingu á fimmtudaginn. Þetta er mjög spennandi,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn, við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í dag ætlar Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, að taka fram skóna og æfa með danska liðinu næstu daga. Takmarkið er að hann spili tvo leiki með KIF í Meistaradeildinni gegn króatíska stórliðinu Zagreb. „Þessi hugmynd byrjaði að fæðast eftir leikinn okkar gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Svo hafði ég samband við hann eftir leik gegn Alingsås fyrir svona tveimur vikum,“ segir Aron Kristjánsson við Vísi. Ólafur ætlar að reyna að hjálpa landsliðsþjálfaranum því KIF-liðið er í miklum meiðslavandræðum. Sænska stórskyttan Kim Andersson er á meiðslalista og spilar ekki leikina gegn Zagreb. „Kim meiddist á HM og hefur átt í vandræðum með öxlina á sér. Hann hefur mest spilað vörn og hraðaupphlaup en lítið getað skotið nema af stuttu færi. Svo hafa Bo Spelleberg og hin vinstri skyttan verið meiddir. Okkur vantar hægri skyttu með reynslu,“ segir Aron. „Við ákváðum að tryggja það, að við værum með eins sterkt lið og mögulegt er. Við vildum ekki vera háðir því að spila á Kim. Ef það er einhver sem getur komið inn með svona stuttum fyrirvara er það Óli.“Ólafur spilaði með AG Kaupmannahöfn áður en það fór í þrot og sameinaðist KIF Koldingvísir/epaÓlafur spilaði síðast handboltaleik með íslenska landsliðinu 16. júní 2013. Hann skoraði þá átta mörg og átti um tíu stoðsendingar í tíu marka sigri á Rúmenum í undankeppni EM 2014. „Óli hefur yfirburða leikskilning og hann er það síðasta til að fara hjá þér. Hann verður eiginlega bara betri og betri eftir því sem þú verður eldri. Það sem er fyrst að fara er sprengikrafturinn,“ segir Aron um standið á Ólafi. „Óli er í fínu formi og nú þarf bara að sjá hvort hann er í boltaformi. Hann er aðeins búinn að vera að leika sér í bolta heima eftir að ég talaði við hann fyrst.“ „Við sjáum bara til hvernig standi hann er í og ef hann er klár þá kýlir hann á þetta með okkur. Hann verður samt fyrstur til að viðurkenna ef hann er ekki klár í verkefnið. Takmarkið er heldur ekkert að hann spili allan leikinn heldur komi inn, leysi af og stilli upp í skot fyrir okkur,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Newcastle hafði manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira