Í kringum hádegi mun ganga í suðaustan vind, 18-25 metra á sekúndu, á Suður-og Vesturlandi með snjókomu í fyrstu, síðar rigningu eða slyddu á láglendi. Talsverð úrkoma verður um landið sunnan-og suðaustanvert.
Hægari vindur á Norður-og Austurlandi en gengur í suðaustan 15-23 metra á sekúndu seint í dag með snjókomu eða slyddu á köflum.
Um tíma í kvöld mun draga úr úrkomu og vindi. Hiti 0-6 stig.