Það verða HK og Afturelding sem leika til úrslita í kvennaflokki í bikarkeppni Blaksambands Íslands á morgun.
Líkt og í fyrra mætti Afturelding Þrótti Neskaupsstað í undanúrslitunum og líkt í fyrra höfðu Mosfellingar betur, 3-0 (25-10, 25-9, 25-13).
Í hinni undanúrslitaviðureigninni vann HK Stjörnuna, 3-1. HK verður því bæði í úrslitaleik karla og kvenna en karlalið HK vann Stjörnuna 3-0 í undanúrslitunum fyrr í dag. Hrinurnar fóru 25-21, 27-25, 20-25 og 25-20.
Kvennalið HK er ríkjandi bikarmeistari en liðið alls fimm sinnum unnið bikarinn.
Úrslitaleikurinn í kvennaflokki hefst klukkan 15:15 á morgun. Hann fer fram í Laugardalshöllinni, líkt og leikirnir í dag.

