Íslendingar eignuðust tvo Norðurlandameistara í kraftlyftingum á Norðurlandamóti unglinga sem fór fram í Finnlandi um helgina.
Keppt var annars vegar án búnaðar og hins vegar með búnaði.
Í klassískum kraftlyftingum, án búnaðar, varð Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, Norðurlandameistari í -74 kg flokki.
Matthildur Óskarsdóttir, Grótta, vann til bronsverðlauna i -72 kg flokki telpna.
Þrír strákar kepptu með búnaði. Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðablik, varð Norðurlandameistari í -120 kg flokki drengja og bætti jafnframt íslandsmet drengja í öllum greinum.
Daníel Geir Einarsson, líka úr Breiðabliki, vann silfurverðlaun í +120 kg flokki unglinga og Sindri Freyr Arnarson (Massi) lenti í 4.sæti í -74 kg flokki.
Ísland fékk tvö gull á Norðurlandamóti unglinga í kraftlyftingum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn