23,2 milljónir til að gera borgina betri Svafar Helgason skrifar 23. febrúar 2015 10:51 Nú er hafin kosning á þeim hugmyndum í ,,Betra hverfi" verkefninu, sem hafa fengið grænt ljós frá Umhverfis- og skipulags-sviði (USK) sem og hverfisráðunum. Við í hverfisráði miðborgarinnar fengum í kringum 20 hugmyndir frá USK sem höfðu verið grisjaðar úr u.þ.b. 50 innsendingum. Eftir að hafa farið yfir allar hugmyndir og röksemdafærslu USK, um af hverju sumar þeirra voru ekki tiltækar í kosningu, sammældumst við í ráðinu um að vera ekkert að eiga frekar við lýðræðilega raðaðan lista íbúa. Engar tillögur voru fjarlægðar né þeim bætt inn af okkur, og við töldum rétt að virða niðurstöðu fyrstu kosningunar og þær tillögur sem að uppfylla skilyrði USK. Virðing fyrir lýðræðislegum ferlum þessa verkefnis er nauðsynleg til þess að það nái fram að ganga. Betri hverfi verkefnið er hugsað sem vettvangur fyrir íbúa hverfa. Þetta markmið sést meðal annars á því að útdeiling fjármagnsins í þessu verkefni fer eftir íbúafjölda á hverju svæði fyrir sig, ekki eftir fjölda atvinnustaða, ásókn ferðamanna, fjölda hótela né umgangi í kringum verslun og þjónustu. Mig langar að hvetja íbúa miðborgar að nálgast verkefnið með það í huga, að þessir fjármunir eru ætlaðir til að bæta hverfið gagnvart þeim fyrst og fremst. Ég vil biðja íbúa að reyna að nýta þessa fjármuni sem best, og jafnvel að benda á að ekki þarf að velja verkefni sem nú þegar eru á dagská til framkvæmda, né verkefni eins og fegrunaraðgerðir á kennileitum sem eiga einfaldlega að vera í lagi. Ef miðborg Reykjavíkur á að líta vel út, þrátt fyrir mikin umgang utanaðkomandi íbúa, þá er það borgarfulltrúanna að sjá til þess. Það er mín einlæga skoðun, að ef ráðhúsið og umhverfi þess á að vera borginni til sóma, þá eigi ekki að eyða þessu litla fjármagni sem er ætlað íbúum hverfa til viðhalds þess. Við höfum 23,2 miljónir til að gera gott fyrir okkur sjálf og umhverfi okkar. Nýtum þær vel og gerum okkur góðan dag í fallegri borg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svafar Helgason Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er hafin kosning á þeim hugmyndum í ,,Betra hverfi" verkefninu, sem hafa fengið grænt ljós frá Umhverfis- og skipulags-sviði (USK) sem og hverfisráðunum. Við í hverfisráði miðborgarinnar fengum í kringum 20 hugmyndir frá USK sem höfðu verið grisjaðar úr u.þ.b. 50 innsendingum. Eftir að hafa farið yfir allar hugmyndir og röksemdafærslu USK, um af hverju sumar þeirra voru ekki tiltækar í kosningu, sammældumst við í ráðinu um að vera ekkert að eiga frekar við lýðræðilega raðaðan lista íbúa. Engar tillögur voru fjarlægðar né þeim bætt inn af okkur, og við töldum rétt að virða niðurstöðu fyrstu kosningunar og þær tillögur sem að uppfylla skilyrði USK. Virðing fyrir lýðræðislegum ferlum þessa verkefnis er nauðsynleg til þess að það nái fram að ganga. Betri hverfi verkefnið er hugsað sem vettvangur fyrir íbúa hverfa. Þetta markmið sést meðal annars á því að útdeiling fjármagnsins í þessu verkefni fer eftir íbúafjölda á hverju svæði fyrir sig, ekki eftir fjölda atvinnustaða, ásókn ferðamanna, fjölda hótela né umgangi í kringum verslun og þjónustu. Mig langar að hvetja íbúa miðborgar að nálgast verkefnið með það í huga, að þessir fjármunir eru ætlaðir til að bæta hverfið gagnvart þeim fyrst og fremst. Ég vil biðja íbúa að reyna að nýta þessa fjármuni sem best, og jafnvel að benda á að ekki þarf að velja verkefni sem nú þegar eru á dagská til framkvæmda, né verkefni eins og fegrunaraðgerðir á kennileitum sem eiga einfaldlega að vera í lagi. Ef miðborg Reykjavíkur á að líta vel út, þrátt fyrir mikin umgang utanaðkomandi íbúa, þá er það borgarfulltrúanna að sjá til þess. Það er mín einlæga skoðun, að ef ráðhúsið og umhverfi þess á að vera borginni til sóma, þá eigi ekki að eyða þessu litla fjármagni sem er ætlað íbúum hverfa til viðhalds þess. Við höfum 23,2 miljónir til að gera gott fyrir okkur sjálf og umhverfi okkar. Nýtum þær vel og gerum okkur góðan dag í fallegri borg.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar