Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 15:49 Frá Patreksfirði Bæjarins besta „Ég held ég sé ein eftir í götunni,“ segir Sigurbjörg Pálsdóttir íbúi í Urðargötu á Patreksfirði sem er inni á reit 4 sem var rýmdur í dag vegna snjóflóðahættu. 60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu fyrr í dag og var gripið til rýminga í kjölfarið. Þrettán hús eru á reit fjögur en ekki er búið í tveimur þeirra. Sigurbjörgu var hleypt heim til sín til að sækja muni fyrir sig, eiginmanninn og 11 ára son þau halda heim til dóttur þeirra hjóna þar sem fjölskyldan mun gista þar til hættan er liðin hjá. „Við vorum bara að loka niður í vinnu og fengum að skjótast heim að ná í dót,“ segir Sigurbjörg.60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu á Patreksfirði í dag.map.isFastur í allan dag upp á heiði Hún segir veðrið á Patreksfirði snælduvitlaust. „Það er bara eitt orð yfir þetta. Maður sér varla út úr augum. Það er eiginlega allt búið að vera ófært í plássinu,“ segir Sigurbjörg sem rekur flutningafyrirtæki á Patreksfirði og er einn starfsmaður þeirra fastur á flutningabíl á Kleifaheiði. „Hann er búinn að vera fastur þar síðan í morgun með fullan bíl af fiski og kemst ekki neitt. Hefillinn fastur og ekkert hægt að ná honum,“ segir Sigurbjörg. Hún segir rýmingar á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu ekki hafa verið algengar seinni ár en hafi þó verið ansi tíðar um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar þegar mannskæð snjóflóð féllu á Flateyri og í Súðavík.Öllu vön „Þannig að maður er öllu vanur,“ segir Sigurbjörg sem á ekki von á öðru en að enn verði snjóflóðahætta á morgun miðað við veðurspána. „Þetta gengur allt sinn vanagang,“ segir Sigurbjörg að lokum. 22. janúar árið 1983 fórust fjórir í tveimur flóðum á Patreksfirði. Veður Tengdar fréttir Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
„Ég held ég sé ein eftir í götunni,“ segir Sigurbjörg Pálsdóttir íbúi í Urðargötu á Patreksfirði sem er inni á reit 4 sem var rýmdur í dag vegna snjóflóðahættu. 60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu fyrr í dag og var gripið til rýminga í kjölfarið. Þrettán hús eru á reit fjögur en ekki er búið í tveimur þeirra. Sigurbjörgu var hleypt heim til sín til að sækja muni fyrir sig, eiginmanninn og 11 ára son þau halda heim til dóttur þeirra hjóna þar sem fjölskyldan mun gista þar til hættan er liðin hjá. „Við vorum bara að loka niður í vinnu og fengum að skjótast heim að ná í dót,“ segir Sigurbjörg.60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu á Patreksfirði í dag.map.isFastur í allan dag upp á heiði Hún segir veðrið á Patreksfirði snælduvitlaust. „Það er bara eitt orð yfir þetta. Maður sér varla út úr augum. Það er eiginlega allt búið að vera ófært í plássinu,“ segir Sigurbjörg sem rekur flutningafyrirtæki á Patreksfirði og er einn starfsmaður þeirra fastur á flutningabíl á Kleifaheiði. „Hann er búinn að vera fastur þar síðan í morgun með fullan bíl af fiski og kemst ekki neitt. Hefillinn fastur og ekkert hægt að ná honum,“ segir Sigurbjörg. Hún segir rýmingar á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu ekki hafa verið algengar seinni ár en hafi þó verið ansi tíðar um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar þegar mannskæð snjóflóð féllu á Flateyri og í Súðavík.Öllu vön „Þannig að maður er öllu vanur,“ segir Sigurbjörg sem á ekki von á öðru en að enn verði snjóflóðahætta á morgun miðað við veðurspána. „Þetta gengur allt sinn vanagang,“ segir Sigurbjörg að lokum. 22. janúar árið 1983 fórust fjórir í tveimur flóðum á Patreksfirði.
Veður Tengdar fréttir Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23