Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2015 16:06 Mohammed Emwazi og æskuheimili hans í North Kensington í London. Vísir/AFP/AP Á æskuárum sínum hafði Mohammed Emwazi gaman af bandarísku sjónvarpsþáttunum Simpsons og dreymdi um að spila knattspyrnu með Manchester United. Málin þróuðust hins vegar á allt annan veg og nú er Emwazi orðinn að hataðasta manni Bretlandseyja. Breskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af hinum 27 ára Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. Emwazi fæddist í Kuveit árið 1988 en flutti til Bretlands sex ára gamall þar sem hann ólst upp í North Kensington í London. Hann lærði upplýsingatækni í Westminster-háskóla en á að hafa komist í kynni við íslamska öfgamenn í heimsókn sinni til Tansaníu árið 2009. Bresk yfirvöld telja að hann hafi þá gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin al-Shabaab í Sómalíu. Eftir að bresk öryggisyfirvöld höfðu fylgst með honum flúði hann til Kúveit þar sem hann tók upp nýtt nafn, Mohammed al-Ayan. Hélt hann til Sýrlands árið 2013 og gekk þá til liðs við ISIS. Emwazi hlaut viðurnefnið Jihadi John eftir að gísl sem hafði verið í haldi samtakanna og verið sleppt, sagði böðullinn á myndböndunum hafa verið í hópi sem gekk undir nafninu „The Beatles“. Emwazi var svo kallaður John í höfuðið á John Lennon. Emwazi kom fyrst fyrir í myndbandi ISIS í ágúst síðastliðinn þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley var tekinn af lífi. Hann á einnig að hafa birst í myndböndum þar sem bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff, breski hjálparstarfsmaðurinn David Haines, breski leigubílstjórinn Alan Henning og bandaríski hjálparstarfsmaðurinn Abdul-Rahman Kassig voru teknir af lífi. Í síðasta mánuði kom svo Emwazi aftur fyrir í myndböndum þar sem japönsku gíslarnir Haruna Yukawa og Kenji Goto voru teknir af lífi. Í gömlum skólabókum birtist mynd af Emwazi sem drengur sem finnst snakk gott, hefur gaman af hljómsveitinni S Club 7, PlayStation, auk þess að framtíðardraumur hans sé að leika knattspyrnu með Manchester United. Á fullorðinsárum Emwazi hafa hins vegar nú birst myndbönd af honum, klæddum í svörtum fötum, grímuklæddur og með hníf í hendi, reiðubúinn að skera höfuðið af gíslunum. Bandarísk yfirvöld hafa heitið hverjum þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til handtöku Emwazi tíu milljónir Bandaríkjadala. Mið-Austurlönd Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Á æskuárum sínum hafði Mohammed Emwazi gaman af bandarísku sjónvarpsþáttunum Simpsons og dreymdi um að spila knattspyrnu með Manchester United. Málin þróuðust hins vegar á allt annan veg og nú er Emwazi orðinn að hataðasta manni Bretlandseyja. Breskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af hinum 27 ára Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. Emwazi fæddist í Kuveit árið 1988 en flutti til Bretlands sex ára gamall þar sem hann ólst upp í North Kensington í London. Hann lærði upplýsingatækni í Westminster-háskóla en á að hafa komist í kynni við íslamska öfgamenn í heimsókn sinni til Tansaníu árið 2009. Bresk yfirvöld telja að hann hafi þá gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin al-Shabaab í Sómalíu. Eftir að bresk öryggisyfirvöld höfðu fylgst með honum flúði hann til Kúveit þar sem hann tók upp nýtt nafn, Mohammed al-Ayan. Hélt hann til Sýrlands árið 2013 og gekk þá til liðs við ISIS. Emwazi hlaut viðurnefnið Jihadi John eftir að gísl sem hafði verið í haldi samtakanna og verið sleppt, sagði böðullinn á myndböndunum hafa verið í hópi sem gekk undir nafninu „The Beatles“. Emwazi var svo kallaður John í höfuðið á John Lennon. Emwazi kom fyrst fyrir í myndbandi ISIS í ágúst síðastliðinn þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley var tekinn af lífi. Hann á einnig að hafa birst í myndböndum þar sem bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff, breski hjálparstarfsmaðurinn David Haines, breski leigubílstjórinn Alan Henning og bandaríski hjálparstarfsmaðurinn Abdul-Rahman Kassig voru teknir af lífi. Í síðasta mánuði kom svo Emwazi aftur fyrir í myndböndum þar sem japönsku gíslarnir Haruna Yukawa og Kenji Goto voru teknir af lífi. Í gömlum skólabókum birtist mynd af Emwazi sem drengur sem finnst snakk gott, hefur gaman af hljómsveitinni S Club 7, PlayStation, auk þess að framtíðardraumur hans sé að leika knattspyrnu með Manchester United. Á fullorðinsárum Emwazi hafa hins vegar nú birst myndbönd af honum, klæddum í svörtum fötum, grímuklæddur og með hníf í hendi, reiðubúinn að skera höfuðið af gíslunum. Bandarísk yfirvöld hafa heitið hverjum þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til handtöku Emwazi tíu milljónir Bandaríkjadala.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent