Drengurinn sem varð að hataðasta manni Bretlands Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2015 16:06 Mohammed Emwazi og æskuheimili hans í North Kensington í London. Vísir/AFP/AP Á æskuárum sínum hafði Mohammed Emwazi gaman af bandarísku sjónvarpsþáttunum Simpsons og dreymdi um að spila knattspyrnu með Manchester United. Málin þróuðust hins vegar á allt annan veg og nú er Emwazi orðinn að hataðasta manni Bretlandseyja. Breskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af hinum 27 ára Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. Emwazi fæddist í Kuveit árið 1988 en flutti til Bretlands sex ára gamall þar sem hann ólst upp í North Kensington í London. Hann lærði upplýsingatækni í Westminster-háskóla en á að hafa komist í kynni við íslamska öfgamenn í heimsókn sinni til Tansaníu árið 2009. Bresk yfirvöld telja að hann hafi þá gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin al-Shabaab í Sómalíu. Eftir að bresk öryggisyfirvöld höfðu fylgst með honum flúði hann til Kúveit þar sem hann tók upp nýtt nafn, Mohammed al-Ayan. Hélt hann til Sýrlands árið 2013 og gekk þá til liðs við ISIS. Emwazi hlaut viðurnefnið Jihadi John eftir að gísl sem hafði verið í haldi samtakanna og verið sleppt, sagði böðullinn á myndböndunum hafa verið í hópi sem gekk undir nafninu „The Beatles“. Emwazi var svo kallaður John í höfuðið á John Lennon. Emwazi kom fyrst fyrir í myndbandi ISIS í ágúst síðastliðinn þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley var tekinn af lífi. Hann á einnig að hafa birst í myndböndum þar sem bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff, breski hjálparstarfsmaðurinn David Haines, breski leigubílstjórinn Alan Henning og bandaríski hjálparstarfsmaðurinn Abdul-Rahman Kassig voru teknir af lífi. Í síðasta mánuði kom svo Emwazi aftur fyrir í myndböndum þar sem japönsku gíslarnir Haruna Yukawa og Kenji Goto voru teknir af lífi. Í gömlum skólabókum birtist mynd af Emwazi sem drengur sem finnst snakk gott, hefur gaman af hljómsveitinni S Club 7, PlayStation, auk þess að framtíðardraumur hans sé að leika knattspyrnu með Manchester United. Á fullorðinsárum Emwazi hafa hins vegar nú birst myndbönd af honum, klæddum í svörtum fötum, grímuklæddur og með hníf í hendi, reiðubúinn að skera höfuðið af gíslunum. Bandarísk yfirvöld hafa heitið hverjum þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til handtöku Emwazi tíu milljónir Bandaríkjadala. Mið-Austurlönd Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Á æskuárum sínum hafði Mohammed Emwazi gaman af bandarísku sjónvarpsþáttunum Simpsons og dreymdi um að spila knattspyrnu með Manchester United. Málin þróuðust hins vegar á allt annan veg og nú er Emwazi orðinn að hataðasta manni Bretlandseyja. Breskir fjölmiðlar hafa dregið upp mynd af hinum 27 ára Emwazi, manninum sem birst hefur í aftökumyndböndum ISIS. Emwazi fæddist í Kuveit árið 1988 en flutti til Bretlands sex ára gamall þar sem hann ólst upp í North Kensington í London. Hann lærði upplýsingatækni í Westminster-háskóla en á að hafa komist í kynni við íslamska öfgamenn í heimsókn sinni til Tansaníu árið 2009. Bresk yfirvöld telja að hann hafi þá gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin al-Shabaab í Sómalíu. Eftir að bresk öryggisyfirvöld höfðu fylgst með honum flúði hann til Kúveit þar sem hann tók upp nýtt nafn, Mohammed al-Ayan. Hélt hann til Sýrlands árið 2013 og gekk þá til liðs við ISIS. Emwazi hlaut viðurnefnið Jihadi John eftir að gísl sem hafði verið í haldi samtakanna og verið sleppt, sagði böðullinn á myndböndunum hafa verið í hópi sem gekk undir nafninu „The Beatles“. Emwazi var svo kallaður John í höfuðið á John Lennon. Emwazi kom fyrst fyrir í myndbandi ISIS í ágúst síðastliðinn þar sem bandaríski blaðamaðurinn James Foley var tekinn af lífi. Hann á einnig að hafa birst í myndböndum þar sem bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff, breski hjálparstarfsmaðurinn David Haines, breski leigubílstjórinn Alan Henning og bandaríski hjálparstarfsmaðurinn Abdul-Rahman Kassig voru teknir af lífi. Í síðasta mánuði kom svo Emwazi aftur fyrir í myndböndum þar sem japönsku gíslarnir Haruna Yukawa og Kenji Goto voru teknir af lífi. Í gömlum skólabókum birtist mynd af Emwazi sem drengur sem finnst snakk gott, hefur gaman af hljómsveitinni S Club 7, PlayStation, auk þess að framtíðardraumur hans sé að leika knattspyrnu með Manchester United. Á fullorðinsárum Emwazi hafa hins vegar nú birst myndbönd af honum, klæddum í svörtum fötum, grímuklæddur og með hníf í hendi, reiðubúinn að skera höfuðið af gíslunum. Bandarísk yfirvöld hafa heitið hverjum þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til handtöku Emwazi tíu milljónir Bandaríkjadala.
Mið-Austurlönd Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira