Spáð er austan stormi með suðurströndinni og í Öræfasveit má gera ráð fyrir vindhviðum 35-
45 metrum á sekúndu seint í nótt.
Eins í Mýrdal og austantil undir Eyjafjöllum. Ekki mun sjóa að ráði suðaustanlands fyrr en á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi.
Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi er hálka eða hálkublettir og snjóþekja á stöku stað.
Á Austur- og Suðausturlandi eru vegir að mestu greiðfærir eða þar til komið er að Skeiðarársandi en þar tekur við hálka eða hálkublettir.
Spáir stormi með suðurströndinni
Stefán Árni Pálsson skrifar
