María vann með 15.000 atkvæða mun Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2015 10:20 Mikil spenna var í loftinu þegar tilkynnt var um sigurvegara Söngvakeppninnar en svo fór að María hafði betur gegn Friðrik Dór og munaði 15 þúsund atkvæðum á þeim. Vísir/Andri Mettþáttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. Alls voru greidd 168.762 atkvæði en gamla metið var um 140.000 atkvæði. Síðustu ár hefur atkvæðafjöldinn í úrslitum verið um 80-100.000, samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Áhorfendur völdu Maríu Ólafsdóttur sem fulltrúa Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Vín í Austurríki í maí næstkomandi. María söng lagið Unbroken eftir StopWaitGo-þríeykið, þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, en félagarnir áttu einnig lagið Once again sem Friðrik Dór flutti.Munaði 15.000 atkvæðum María og Friðrik mættust í tveggja laga einvígi í Söngvakeppninni um að verða næsti fulltrúi Íslands í Eurovision en þangað komust þau með atkvæðum frá dómnefnd Söngvakeppninnar og atkvæðum frá áhorfendum í gegnum símakosningu. Að sögn Skarphéðins var lagið Unbroken afgerandi sigurvegari í lokaeinvíginu en lagið fékk 70.774 atkvæði samanlagt en Once Again fékk 55.850 atkvæði. Munaði því rúmum fimmtán þúsund atkvæðum á þeim tveimur. Íslendingar eyddu 21,7 milljónum í símakosningu Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. Skarphéðinn segir Ríkisútvarpið ætla á næstu dögum að senda út upplýsingar um hvernig dómnefnd raðaði lögunum og hver atkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferð var. Eurovision Tengdar fréttir Twitter um úrslitin í Söngvakeppninni Nokkur tíst sem lýsa stemmingunni. 14. febrúar 2015 22:23 „Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44 Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Mettþáttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. Alls voru greidd 168.762 atkvæði en gamla metið var um 140.000 atkvæði. Síðustu ár hefur atkvæðafjöldinn í úrslitum verið um 80-100.000, samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Áhorfendur völdu Maríu Ólafsdóttur sem fulltrúa Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Vín í Austurríki í maí næstkomandi. María söng lagið Unbroken eftir StopWaitGo-þríeykið, þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, en félagarnir áttu einnig lagið Once again sem Friðrik Dór flutti.Munaði 15.000 atkvæðum María og Friðrik mættust í tveggja laga einvígi í Söngvakeppninni um að verða næsti fulltrúi Íslands í Eurovision en þangað komust þau með atkvæðum frá dómnefnd Söngvakeppninnar og atkvæðum frá áhorfendum í gegnum símakosningu. Að sögn Skarphéðins var lagið Unbroken afgerandi sigurvegari í lokaeinvíginu en lagið fékk 70.774 atkvæði samanlagt en Once Again fékk 55.850 atkvæði. Munaði því rúmum fimmtán þúsund atkvæðum á þeim tveimur. Íslendingar eyddu 21,7 milljónum í símakosningu Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. Skarphéðinn segir Ríkisútvarpið ætla á næstu dögum að senda út upplýsingar um hvernig dómnefnd raðaði lögunum og hver atkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferð var.
Eurovision Tengdar fréttir Twitter um úrslitin í Söngvakeppninni Nokkur tíst sem lýsa stemmingunni. 14. febrúar 2015 22:23 „Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44 Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
„Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44
Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36
Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59
Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00