O'Sullivan: Eins og að spila í verslunarmiðstöð Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 14:30 Eldflaugin er ekki sátt. vísir/getty Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, vann tvo leiki í gær á fyrsta degi opna velska meistaramótsins. Keppt er í fyrsta sinn í Motorpoint Arena í Cardiff og er spilað á tíu borðum samtímis. „Þetta er eins og að spila í verslunarmiðstöð,“ sagði O'Sullivan ósáttur í viðtali við BBC í gær. „Fólk stendur upp hvenær sem það vill og færir sig á milli sæta. Það eru óskrifaðar reglur í snóker að áhorfendur hreyfi sig ekki þegar spilarinn er að skjóta.“ Opna velska mótið hefur undanfarin níu ár verið haldið í Newport Centre-höllinni en ákveðið var að stækka við sig fyrir þetta ár. „Ég er ekki ánægður með þetta. Newport var ein af mínum uppáhaldshöllum þannig það var ömurlegt að færa mótið. Ég hef spilað hérna áður. Þetta er eins og að spila í flugskýli,“ sagði O'Sullivan. Þessi magnaði snókerspilari hefur verið gagnrýninn á mótahald að undanförnu, en í desember var hann mjög ósáttur við hvernig var staðið að opna breska meistaramótinu. Þar var spilað á fjórum borðum í einu í staðinn fyrir að spila á tveimur eins og tíðkast hefur. Hann vildi meina að það varð til þess að margir af bestu spilurum heims féllu snemma úr leik. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, vann tvo leiki í gær á fyrsta degi opna velska meistaramótsins. Keppt er í fyrsta sinn í Motorpoint Arena í Cardiff og er spilað á tíu borðum samtímis. „Þetta er eins og að spila í verslunarmiðstöð,“ sagði O'Sullivan ósáttur í viðtali við BBC í gær. „Fólk stendur upp hvenær sem það vill og færir sig á milli sæta. Það eru óskrifaðar reglur í snóker að áhorfendur hreyfi sig ekki þegar spilarinn er að skjóta.“ Opna velska mótið hefur undanfarin níu ár verið haldið í Newport Centre-höllinni en ákveðið var að stækka við sig fyrir þetta ár. „Ég er ekki ánægður með þetta. Newport var ein af mínum uppáhaldshöllum þannig það var ömurlegt að færa mótið. Ég hef spilað hérna áður. Þetta er eins og að spila í flugskýli,“ sagði O'Sullivan. Þessi magnaði snókerspilari hefur verið gagnrýninn á mótahald að undanförnu, en í desember var hann mjög ósáttur við hvernig var staðið að opna breska meistaramótinu. Þar var spilað á fjórum borðum í einu í staðinn fyrir að spila á tveimur eins og tíðkast hefur. Hann vildi meina að það varð til þess að margir af bestu spilurum heims féllu snemma úr leik. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC.
Íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira