Vill friðargæsluliða SÞ í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2015 23:42 Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. Vísir/EPA Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir öruggustu leiðina til að tryggja að vopnahlé haldi í Austur-Úkraínu, sé að fá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna til landsins. Um 2.500 úkraínskir hermenn hörfuðu í dag frá bænum Debaltseve, eftir hörð átök við aðskilnaðarsinna, þrátt fyrir að vopnahlé hafi átt að taka gildi á sunnudaginn. Þjóðaröryggisráð Úkraínu samþykkti að bjóða friðargæsluliðum til landsins, en AFP fréttaveitan segir vopnahléið hanga á bláþræði. Poroshenko sagði í dag að sex hermenn hefðu látið lífið í því sem hann kallaði „skipulögðu undanhaldi“ frá Debaltseve. Hermenn sem blaðamenn AFP ræddu við sögðu þó að þeir hefðu aldrei fengið skipun um að hörfa og hefðu flúið þegar þeir sáu að skriðdrekar þeirra voru á leiðinni úr bænum.Debaltseve er hernaðarlega mikilvægur.Vísir/GraphicNewsAðskilnaðarsinnar segja bæinn vera að fullu undir stjórn þeirra og að þeir hafi tekið 300 hermenn höndum. Úkraínskir embættismenn staðfesta að hermenn séu í haldi aðskilnaðarsinna en vilja ekki segja hve margir. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins en segja þó að enn sé von um að vopnahléið haldi. Yfirvöld í Kænugarði sem og ríki NATÓ hafa sakað Rússa um að senda hermenn, vopn, skriðdreka og stórskotalið til aðskilnaðarsinna. Með því vilji Rússar ýta undir óöldina í landinu og koma í veg fyrir að Úkraína færist nær Evrópusambandinu og NATÓ. Rússar þvertaka þó fyrir það og segja þessar ásakanir vera rangar. Um bæinn Debaltseve liggja járnbrautateinar sem tengja borgirnar Donetsk og Lugansk, sem báðar eru í höndum aðskilnaðarsinna og því var bærinn þeim mjög mikilvægur. Úkraína Tengdar fréttir Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01 Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir öruggustu leiðina til að tryggja að vopnahlé haldi í Austur-Úkraínu, sé að fá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna til landsins. Um 2.500 úkraínskir hermenn hörfuðu í dag frá bænum Debaltseve, eftir hörð átök við aðskilnaðarsinna, þrátt fyrir að vopnahlé hafi átt að taka gildi á sunnudaginn. Þjóðaröryggisráð Úkraínu samþykkti að bjóða friðargæsluliðum til landsins, en AFP fréttaveitan segir vopnahléið hanga á bláþræði. Poroshenko sagði í dag að sex hermenn hefðu látið lífið í því sem hann kallaði „skipulögðu undanhaldi“ frá Debaltseve. Hermenn sem blaðamenn AFP ræddu við sögðu þó að þeir hefðu aldrei fengið skipun um að hörfa og hefðu flúið þegar þeir sáu að skriðdrekar þeirra voru á leiðinni úr bænum.Debaltseve er hernaðarlega mikilvægur.Vísir/GraphicNewsAðskilnaðarsinnar segja bæinn vera að fullu undir stjórn þeirra og að þeir hafi tekið 300 hermenn höndum. Úkraínskir embættismenn staðfesta að hermenn séu í haldi aðskilnaðarsinna en vilja ekki segja hve margir. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins en segja þó að enn sé von um að vopnahléið haldi. Yfirvöld í Kænugarði sem og ríki NATÓ hafa sakað Rússa um að senda hermenn, vopn, skriðdreka og stórskotalið til aðskilnaðarsinna. Með því vilji Rússar ýta undir óöldina í landinu og koma í veg fyrir að Úkraína færist nær Evrópusambandinu og NATÓ. Rússar þvertaka þó fyrir það og segja þessar ásakanir vera rangar. Um bæinn Debaltseve liggja járnbrautateinar sem tengja borgirnar Donetsk og Lugansk, sem báðar eru í höndum aðskilnaðarsinna og því var bærinn þeim mjög mikilvægur.
Úkraína Tengdar fréttir Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01 Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41 Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna. 18. febrúar 2015 11:01
Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu „Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum. 18. febrúar 2015 08:41
Úkraínskir hermenn hörfa frá Debaltseve Bardagar hafa staðið síðustu daga þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé. 18. febrúar 2015 09:21